Norður-Írinn Emma Higgins, sem varið hefur mark KR-inga í Pepsi-deild kvenna í sumar, hefur verið valin í landslið Breta sem leikur á Ólympíuleikunum í London í sumar. Þetta kemur fram á heimasíðu KR.
Emma er ekki í aðalhópnum en er einn fjögurra leikmanna sem verða til taks ef einhver forföl verða í aðalhópnum. Emma hefur ekki leikið síðustu leiki KR vegna meiðsla og mun missa af næstu leikjum KR í deild og bikar vegna Ólympíuleikanna.
Hrafnhildur Agnarsdóttir hefur staðið vaktina í marki KR í undanförnum leikjum í fjarveru Emmu sem gekk til liðs við KR fyrir þetta tímabil. Áður varði hún mark Grindavíkur sem nú leikur í næstefstu deild.
Bretar leika æfingaleik við Svía í lok næstu viku. Liðið er í riðli með Nýja-Sjálandi, Kamerún og Brasilíu í riðlakeppni Ólympíuleikana sem hefjast í lok mánaðarins.
Markvörður KR valinn í Ólympíuhóp Breta
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið




Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn
Enski boltinn





Aron verður heldur ekki með í dag
Handbolti
