Golf

Anna Sólveig byrjar best hjá konunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anna Sólveig Snorradóttir.
Anna Sólveig Snorradóttir. Mynd/gsimyndir.net
Anna Sólveig Snorradóttir úr Keili er með eitt högg í forskot eftir fyrstu átta holurnar á lokadegi Íslandsmótsins í höggleik en Anna Sólveig hefur leikið átta fyrstu holur dagsins á einu höggi undir pari. Útsending Stöð 2 Sport og Vísis frá lokadeginum hefst klukkan 15.00.

Anna Sólveig er nú á níu höggum yfir pari samanlagt en Valdís Þóra Jónsdóttir er í öðru sæti á tíu höggum yfir pari og Tinna Jóhannsdóttir er þriðja á ellefu höggum yfir pari.

Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, hefur leikið átta fyrstu holurnar á einu höggi undir pari, og nálgast efstu konur en hún er núna þremur höggum á eftir Önnu.

Staðan í kvennaflokki eftir 8 holur:

1. Anna Sólveig Snorradóttir, GK +9

2. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL +10

3. Tinna Jóhannsdóttir, GK +11

4. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR +12

5. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK +15

6. Signý Arnórsdóttir, GK +19

7. Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO +20

7. Guðrún Pétursdóttir, GR +20

9. Sunna Víðisdóttir, GR +21

10. Heiða Guðnadóttir, GKJ +22

Það er hægt að sjá stöðuna jafn óðum með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×