Haraldur Franklín Magnús úr GR og Rúnar Arnórsson úr GK fóru á kostum á þriðja deginum á Íslandsmótinu í höggleik á Strandarvelli á Hellu. Þeir eru eftir og jafnir fyrir lokadaginn, báðir á fimm höggum undir pari.
Haraldur Franklín átti frábæran dag en hann lék á 64 höggum eða sex höggum undir pari. Haraldur fékk örn á bæði 3. og 17. holunni og var að auki með fimm fugla.
Rúnar lék stórkostlega á fyrri níu holunum þar sem að hann var með fimm fugla á fyrstu níu holunum. Hann tapaði tveimur höggum á áttundu holunni en endaði daginn á fjórum höggum undir pari.
Þórður Rafn Gissurarson úr GR lék á þremur höggum undir pari og er í 3. sæti tveimur höggum á eftir þeim Haraldi og Rúnari.
Körfuboltadómarinn Kristinn Óskarsson var að gera flotta hluti þar til að hann tapaði þremur höggum á 17. holunni. Kristinn lék hringinn á 74 höggum eða fjórum höggum yfir pari. Hann er því sex höggum á eftir efstu mönnum.
Íslandsmeistarinn Axel Bóason var að leik vel á fyrstu átta holunum í dag og var að nálgast efstu menn. Hann tapaði hinsvegar fimm höggum á síðustu tíu holunum og er átta höggum á eftir efstu mönnum.
Staðan hjá körlunum fyrir lokadaginn:
1. Haraldur Franklín Magnús, GR -5
1. Rúnar Arnórsson, GK -5
3. Þórður Rafn Gissurarson, GR -3
4. Ólafur Björn Loftsson, NK +2
4. Kristinn Óskarsson, GS +2
6. Andri Þór Björnsson, GR +3
6. Axel Bóasson, GK +3
8. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG +4
9. Ólafur Már Sigurðsson, GR +5
9. Örlygur Helgi Grímsson, GV +5
Haraldur Franklín og Rúnar efstir og jafnir fyrir lokadaginn
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn


Tryllt eftirspurn eftir miðum
Körfubolti





Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana
Íslenski boltinn

Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur
Íslenski boltinn