„Ég er sáttur og þetta gekk bara vel," sagði Keilismaðurinn Rúnar Arnórsson eftir að hann hafði leikið á 66 höggum á fyrsta keppnisdegi Íslandsmótsins í höggleik á Strandarvelli í dag. Rúnar er þegar þetta er skrifað á besta skori dagsins í karlaflokknum, fjórum höggum undir pari vallar.
Rúnar fékk fimm fugla á hringnum í dag, 2., 7., 10., 12. og 15. „Ég fékk einn skolla, en annars var þetta að ganga vel upp. Ég lék vel í meistaramótinu hjá Keili og ég ætla bara að halda því áfram," bætti Rúnar við en hann var staddur úti á æfingasvæði þegar viðtalið var tekið. „Ég geri þetta oftast eftir hringina, fer yfir málin með pabba og slæ mig aðeins niður."
Rúnar á að hefja leik síðdegis á föstudag á öðrum keppnisdegi og hann ætlar að drepa tímann fram að því í faðmi fjölskyldunnar í sumarbústað í nágrenni við Hellu. „Það er ekki einu sinni nettenging þarna, og ég held að það verði bara spilað fimbulfamb í kvöld," sagði Rúnar.
Staðan á mótinu:
Rúnar: Það verður bara fimbulfamb í kvöld

Mest lesið


Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum
Enski boltinn


Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém
Handbolti



Juventus-parið hætt saman
Fótbolti

Beckham fimmtugur í dag
Enski boltinn


Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit
Enski boltinn