Tinna ætlar að fá nafn sitt að nýju á bikarinn
„Ég þarf bara að vera þolinmóð, hugsa um mig og gera mitt besta næstu fjóra daga. Það er ýmislegt búið að ganga á í sveiflunni hjá mér í sumar og ég hef verið að bæta það sem hefði kannski mátt bíða aðeins. Ég er að fara í úrtökumót í desember og það á að vera hápunktur ársins hjá mér og það bitnar kannski aðeins á sumrinu," sagði Tinna m.a. í viðtalinu sem má sjá í heild sinni með því að smella á örina hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir

Axel Bóasson: Hef undirbúið mig vel
Axel Bóasson hefur titil að verja á Íslandsmótinu í höggleik sem hefst á morgun, fimmtudag, á Strandarvelli á Hellu. Axel, sem er 22 ára gamall, hampaði Íslandsmeistaratitlinum í fyrsta sinn á Hólmsvelli i Leiru í fyrra.

Tvöfaldur Skolli: Hvernig er best að leika Strandarvöll?
Íslandsmótið í höggleik í golfi fer fram á Strandarvelli á Hellu. Keppni hefst fimmtudaginn 26. júlí og eru allir bestu kylfingar landsins á meðal keppenda. Logi Bergmann og Þorsteinn Hallgrímsson fóru yfir það hvernig best er að leika Strandarvöll í þættinum Tvöfaldur Skolli sem sýndur er á Stöð 2 sport.

Óskar, formaður GHR: Presturinn í klúbbnum samdi við veðurguðina
Íslandsmótið í höggleik 2012 fer fram dagana 26.-29. júlí á Strandavelli og er í umsjá Golfklúbbs Hellu. Óskar Pálsson er formaður Golfklúbbs Hellu segir það vera mikla tilhlökkun meðal klúbbsmeðlima að fá að taka á móti öllum bestu kylfingum landsins. Sigurður Elvar Þórólfsson ræddi við hann á kynningarfundi fyrir mótið sem haldinn var í dag.

Birgir Leifur ætlar sér að verða sá sigursælasti frá upphafi
Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, stefnir á að landa fimmta Íslandsmeistaratitlinum á Íslandsmótinu í höggleik sem hófst í morgun á Strandarvelli á Hellu. Bigir hefur fjórum sinnum fagnað sigri á þessu móti og síðast árið 2010. Birgir segir að hann hafi sett sér það markmið að bæta metið sem þeir Björgvin Þorsteinsson og Úlfar Jónsson eiga – en þeir sigruðu sex sinnum á Íslandsmótinu í höggleik á sínum tíma.

Biðlisti fyrir Íslandsmótið í höggleik | mikill áhugi hjá kylfingum
Mikill áhugi er hjá íslenskum afrekskylfingum á Íslandsmótinu í höggleik í golfi sem hefst á fimmtudaginn á Strandarvelli á Hellu. Biðlisti er í karlaflokknum en 12 kylfingar eru á þeim lista. Alls eru 123 karlar skráðir til leiks og 27 konur.

Færri komust að en vildu
Íslandsmótið í höggleik í golfi hefst á fimmtudaginn og fer mótið fram á Strandarvelli á Hellu að þessu sinni. Axel Bóasson úr Keili og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR hafa titla að verja á mótinu.