Ytri-Rangá efst: Ævintýraleg veiði í Selá í Vopnafirði Svavar Hávarðsson skrifar 26. júlí 2012 08:37 Ævintýrin við Selá í Vopnafirði halda áfram. Metveiði síðustu ára virðist ætla að halda áfram en áin er komin yfir 700 laxa, núna þegar besti tíminn er enn eftir. Mynd/Orri Vigfússon Ytri-Rangá og vesturbakki Hólsár leiða lista Landssambands veiðifélaga yfir laxveiði sumarsins en þar höfðu 935 laxar verið skráðir í gærkvöldi. Athygli vekur afbragðsgóð veiði í Selá í Vopnafirði þar sem bókaðir hafa verið 702 laxar. Alls hafa átta ár rofið 500 laxa múrinn, en í öðru sætinu situr að líkum Eystri-Rangá en þar höfðu nýjustu tölur ekki skilað sér þegar þetta er skrifað. Fréttir úr ánni benda til að, eins og systirin Ytri-Rangá, sé heildarveiðin að nálgast þúsund laxa. Nú er veitt á 20 stangir í Ytri-Rangá og vikuna 11. til 18. júlí, komu 249 laxar á land. Síðasta vika skilaði 334 löxum sem er afbragðs gott, en besti tíminn fer senn í hönd og 100 laxa dagarnir framundan. Veiði í Selá í Vopnafirði hefur verið frábær það sem af er sumri. Þar er nú veitt á 7 stangir og veiddust 183 vikuna 11. til 18. júlí og heildarveiðin var 474. Síðasta vika skilaði 228 löxum, hvorki meira né minna og Selá því hástökkvari vikunnar. Því til viðbótar skilaði áin metlaxi í vikunni þegar Árni Baldursson landaði yfir 30 punda laxi úr Skipahyl. Hofsá í Vopnafirði er eins og Selá að skila frábærri veiði og var í gærkvöldi komin í 315 laxa. Vikan skilaði því 113 löxum sem er frábær veiði í Hofsá á þessum tíma sumars. Norðurá gaf 92 laxa í síðustu viku; heildarveiðin þar í gærkvöldi var 685 laxar. Miðað við tíma er það dapurleg eftirtekja, en allir þekkja orðið hversu illilega áin hefur farið út úr vatnsleysi. Síðustu fregnir herma að göngur í ána séu slakar og er hið rómaða veiðisvæði neðan Laxfoss nú frísvæði vegna vöntunar á nýjum göngum af laxi sem ár hvert hafa sýnt sig um þetta leyti sumars. Vikan sem leið er þó skárri en sú sem fór á undan þegar veiðin var aðeins 65 laxar, en 175 laxar vikuna þar á undan. Aðeins hefur hægt á í Elliðaánum en þar hafa veiðst á sjöunda hundrað laxar. Þrátt fyrir þurrka hefur vatnsbúskapurinn verið með ágætum og rigningar síðustu daga ættu að skila skoti, ef að líkum lætur. Veiði í Langá á Mýrum hefur verið mjög stöðug það sem af er sumri og tiltölulega litlar sveiflur milli vikna. Heildarveiðin er nú komin í 490 laxa. Aðeins hefur þó dregið úr á þeim bænum. Í Haffjarðará hafa veiðst 668 laxar og veiddust 125 af þeim í síðustu viku, miðað við 113 vikuna á undan. Veitt er á sex stangir í ánni og því um frábæra veiði að ræða. Vert er að geta þess enn og aftur að áin hefur nokkra sérstöðu því þar hefur eingöngu verið treyst á náttúrulegt klak til viðhalds stofns og veiði. Hítará er að skila fínni veiði en þar eru komnir 320 laxar á stengurnar fjórar. Miðfjarðará er komin í 553 laxa og Þverá/Kjarrá í 402. Breiðdalsá er búin að rjúfa hundrað laxa múrinn, en vatnsleysi hefur komið við kauninn í þeirri veiðiperlu. Má rifja það upp að á fimmta hundrað laxar höfðu veiðst í byrjun ágúst í fyrra, svo ævintýrin eru ekki langt undan fyrir austan. Besti tíminn í ánni er allur eftir; ágúst og september. Af litlu ánum hefur góð veiði í Miðá í Dölum vakið athygli og eins góð byrjun í Affallinu. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru og geta áhugasamir sjálfir rýnt í tölurnar á vef Landssambands veiðifélaga - angling.is. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði 21 lax í Blöndu: "Algjör snilldarbyrjun" Veiði
Ytri-Rangá og vesturbakki Hólsár leiða lista Landssambands veiðifélaga yfir laxveiði sumarsins en þar höfðu 935 laxar verið skráðir í gærkvöldi. Athygli vekur afbragðsgóð veiði í Selá í Vopnafirði þar sem bókaðir hafa verið 702 laxar. Alls hafa átta ár rofið 500 laxa múrinn, en í öðru sætinu situr að líkum Eystri-Rangá en þar höfðu nýjustu tölur ekki skilað sér þegar þetta er skrifað. Fréttir úr ánni benda til að, eins og systirin Ytri-Rangá, sé heildarveiðin að nálgast þúsund laxa. Nú er veitt á 20 stangir í Ytri-Rangá og vikuna 11. til 18. júlí, komu 249 laxar á land. Síðasta vika skilaði 334 löxum sem er afbragðs gott, en besti tíminn fer senn í hönd og 100 laxa dagarnir framundan. Veiði í Selá í Vopnafirði hefur verið frábær það sem af er sumri. Þar er nú veitt á 7 stangir og veiddust 183 vikuna 11. til 18. júlí og heildarveiðin var 474. Síðasta vika skilaði 228 löxum, hvorki meira né minna og Selá því hástökkvari vikunnar. Því til viðbótar skilaði áin metlaxi í vikunni þegar Árni Baldursson landaði yfir 30 punda laxi úr Skipahyl. Hofsá í Vopnafirði er eins og Selá að skila frábærri veiði og var í gærkvöldi komin í 315 laxa. Vikan skilaði því 113 löxum sem er frábær veiði í Hofsá á þessum tíma sumars. Norðurá gaf 92 laxa í síðustu viku; heildarveiðin þar í gærkvöldi var 685 laxar. Miðað við tíma er það dapurleg eftirtekja, en allir þekkja orðið hversu illilega áin hefur farið út úr vatnsleysi. Síðustu fregnir herma að göngur í ána séu slakar og er hið rómaða veiðisvæði neðan Laxfoss nú frísvæði vegna vöntunar á nýjum göngum af laxi sem ár hvert hafa sýnt sig um þetta leyti sumars. Vikan sem leið er þó skárri en sú sem fór á undan þegar veiðin var aðeins 65 laxar, en 175 laxar vikuna þar á undan. Aðeins hefur hægt á í Elliðaánum en þar hafa veiðst á sjöunda hundrað laxar. Þrátt fyrir þurrka hefur vatnsbúskapurinn verið með ágætum og rigningar síðustu daga ættu að skila skoti, ef að líkum lætur. Veiði í Langá á Mýrum hefur verið mjög stöðug það sem af er sumri og tiltölulega litlar sveiflur milli vikna. Heildarveiðin er nú komin í 490 laxa. Aðeins hefur þó dregið úr á þeim bænum. Í Haffjarðará hafa veiðst 668 laxar og veiddust 125 af þeim í síðustu viku, miðað við 113 vikuna á undan. Veitt er á sex stangir í ánni og því um frábæra veiði að ræða. Vert er að geta þess enn og aftur að áin hefur nokkra sérstöðu því þar hefur eingöngu verið treyst á náttúrulegt klak til viðhalds stofns og veiði. Hítará er að skila fínni veiði en þar eru komnir 320 laxar á stengurnar fjórar. Miðfjarðará er komin í 553 laxa og Þverá/Kjarrá í 402. Breiðdalsá er búin að rjúfa hundrað laxa múrinn, en vatnsleysi hefur komið við kauninn í þeirri veiðiperlu. Má rifja það upp að á fimmta hundrað laxar höfðu veiðst í byrjun ágúst í fyrra, svo ævintýrin eru ekki langt undan fyrir austan. Besti tíminn í ánni er allur eftir; ágúst og september. Af litlu ánum hefur góð veiði í Miðá í Dölum vakið athygli og eins góð byrjun í Affallinu. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru og geta áhugasamir sjálfir rýnt í tölurnar á vef Landssambands veiðifélaga - angling.is. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði 21 lax í Blöndu: "Algjör snilldarbyrjun" Veiði