Landsvirkjun fær rannsóknarleyfi í Stóru Laxá Trausti Hafliðason skrifar 26. júlí 2012 02:11 Veiðmaður kastar flugu á svæði IV í Stóru Laxá. Mynd / Björgólfur Hávarðsson Orkustofnun veitti í gær Landsvirkjun rannsóknarleyfi vegna áætlana um virkjun í efri hluta vatnasviðs Stóru Laxár í Hrunamannahreppi. Leyfið gildir frá 1. ágúst næstkomandi til 31 desember árið 2016. Landsvirkjun, sem borgar 41.500 krónur fyrir leyfið, ber að hefja undirbúning rannsóknanna innan fjögurra mánaða frá útgáfu leyfisins. Í tilkynningu á vefsíðu Orkustofnunar kemur fram að Landsvirkjun stefni að því að rannsaka hagkvæmni þess að nýta rennsli Stóru Laxár og fall frá miðlunarlóni í Illaveri að fyrirhugaðri virkjun skammt frá Hrunakrók í Hrunamannahreppi. Tekið er fram að rannsóknarleyfið feli ekki í sér heimild til auðlindanýtingar né fyrirheit um forgang að nýtingar- eða virkjunarleyfi, komi til nýtingar á auðlindinni síðar. "Orkustofnun telur mikilvægt að raski sé haldið í lágmarki og leggur áherslu á að gengið sé um svæðið af mestu varkárni og í samræmi við náttúruverndarlög," segir á vef Orkustofnunar. "Þá telur Orkustofnun mikilvægt að þess sé gætt, komi ekki til nýtingar síðar meir, að frágangur verði með þeim hætti að ummerki vegna mögulegra framkvæmda vegna rannsókna á svæðinu verði fjarlægð."Veiðimálastofnun veitti umsögn Áður en rannsóknarleyfið var veitt leitaði stofnunin umsagnar hjá lögboðnum umsagnaraðilum. Á meðal þeirra sem veittu umsögn í málinu var Veiðimálastofnun. Í umsögn stofnunarinnar er fjallað um umhverfi Stóru Laxár, veiðinytjar og seðabúskap. Tekið er fram að mikilvægt sé að við rannsóknir á virkjunarhugmyndum verði þess gætt að óþarfa rask verði ekki af umferð tækja og að mengandi efni berist ekki í vatn á svæðinu. "Umhverfi og náttúra Stóru Laxár er mikilfengleg og um margt sérstök en Stóra Laxá er ein af stærstu dragám landsins á móbergssvæðum," segir í umsögn Veiðimálastofnunar. "Um er að ræða verðmæta náttúru sem að auki er með nýtingu og afar mikilvægt að sem best þekking sé á lífríki og náttúrufari árinnar og áhrifasvæða þegar kemur að ákvörðun um hugsanlegar framkvæmdir." Umhverfisráðuneytið hunsaði umsagnarbeiðni Athygli vekur að umhverfisráðuneytið veitti ekki umsögn í málinu en samkvæmt lögum skal leita umsagnar þess ráðuneytis er fer með málefni náttúruverndar áður en rannsóknarleyfi er veitt. Í fylgiskjali með leyfinu, sem birt er á vef Orkumálastofnunar, segir: "Það er ekki skilyrði laganna að slík umsögn liggi fyrir, þótt eðli málsins samkvæmt sé slík umsögn æskileg. Þar sem umsögn umverfisráðuneytisins hefur enn ekki borist, þrátt fyrir ítrekun á umsagnarbeiðni og rúma fresti né heldur hafa tafir á umsögn ráðuneytisins verið skýrðar og þess getið hvenær vænta megi umsagnar, lítur Orkustofnun svo á að ráðuneytið geri ekki efnislegar athugasemdir við fram komna umsókn Landsvirkjunar." Orkustofnun mat sinnuleysi umverfisráðuneytisins því þannig að það væri að tefja mál án gildrar ástæðu og veitti Landsvirkjun því leyfið þrátt fyrir að ráðuneytið hefði ekki skilað inn umsögn. Fjallar verður meira um málið í Fréttablaðinu í fyrramálið.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði
Orkustofnun veitti í gær Landsvirkjun rannsóknarleyfi vegna áætlana um virkjun í efri hluta vatnasviðs Stóru Laxár í Hrunamannahreppi. Leyfið gildir frá 1. ágúst næstkomandi til 31 desember árið 2016. Landsvirkjun, sem borgar 41.500 krónur fyrir leyfið, ber að hefja undirbúning rannsóknanna innan fjögurra mánaða frá útgáfu leyfisins. Í tilkynningu á vefsíðu Orkustofnunar kemur fram að Landsvirkjun stefni að því að rannsaka hagkvæmni þess að nýta rennsli Stóru Laxár og fall frá miðlunarlóni í Illaveri að fyrirhugaðri virkjun skammt frá Hrunakrók í Hrunamannahreppi. Tekið er fram að rannsóknarleyfið feli ekki í sér heimild til auðlindanýtingar né fyrirheit um forgang að nýtingar- eða virkjunarleyfi, komi til nýtingar á auðlindinni síðar. "Orkustofnun telur mikilvægt að raski sé haldið í lágmarki og leggur áherslu á að gengið sé um svæðið af mestu varkárni og í samræmi við náttúruverndarlög," segir á vef Orkustofnunar. "Þá telur Orkustofnun mikilvægt að þess sé gætt, komi ekki til nýtingar síðar meir, að frágangur verði með þeim hætti að ummerki vegna mögulegra framkvæmda vegna rannsókna á svæðinu verði fjarlægð."Veiðimálastofnun veitti umsögn Áður en rannsóknarleyfið var veitt leitaði stofnunin umsagnar hjá lögboðnum umsagnaraðilum. Á meðal þeirra sem veittu umsögn í málinu var Veiðimálastofnun. Í umsögn stofnunarinnar er fjallað um umhverfi Stóru Laxár, veiðinytjar og seðabúskap. Tekið er fram að mikilvægt sé að við rannsóknir á virkjunarhugmyndum verði þess gætt að óþarfa rask verði ekki af umferð tækja og að mengandi efni berist ekki í vatn á svæðinu. "Umhverfi og náttúra Stóru Laxár er mikilfengleg og um margt sérstök en Stóra Laxá er ein af stærstu dragám landsins á móbergssvæðum," segir í umsögn Veiðimálastofnunar. "Um er að ræða verðmæta náttúru sem að auki er með nýtingu og afar mikilvægt að sem best þekking sé á lífríki og náttúrufari árinnar og áhrifasvæða þegar kemur að ákvörðun um hugsanlegar framkvæmdir." Umhverfisráðuneytið hunsaði umsagnarbeiðni Athygli vekur að umhverfisráðuneytið veitti ekki umsögn í málinu en samkvæmt lögum skal leita umsagnar þess ráðuneytis er fer með málefni náttúruverndar áður en rannsóknarleyfi er veitt. Í fylgiskjali með leyfinu, sem birt er á vef Orkumálastofnunar, segir: "Það er ekki skilyrði laganna að slík umsögn liggi fyrir, þótt eðli málsins samkvæmt sé slík umsögn æskileg. Þar sem umsögn umverfisráðuneytisins hefur enn ekki borist, þrátt fyrir ítrekun á umsagnarbeiðni og rúma fresti né heldur hafa tafir á umsögn ráðuneytisins verið skýrðar og þess getið hvenær vænta megi umsagnar, lítur Orkustofnun svo á að ráðuneytið geri ekki efnislegar athugasemdir við fram komna umsókn Landsvirkjunar." Orkustofnun mat sinnuleysi umverfisráðuneytisins því þannig að það væri að tefja mál án gildrar ástæðu og veitti Landsvirkjun því leyfið þrátt fyrir að ráðuneytið hefði ekki skilað inn umsögn. Fjallar verður meira um málið í Fréttablaðinu í fyrramálið.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði