Laxá í Aðaldal: 111 sentímetra lax úr Höfðahyl Svavar Hávarðsson skrifar 25. júlí 2012 15:39 111 sentímetra hængurinn úr Höfðahyl. Hann tók Snælduna eftir að honum höfðu verið boðnar ýmsar flugur í klukkutíma. Mynd/LS/Orri Vigfússon Lars Svendsen, sem er eigandi fyrirtækisins Svendsen-sport, eins stærsta veiðitækjasala á Norðurlöndum, landaði 111 sentímetra hæng úr Höfðahyl í Laxá í Aðaldal í gær. Hylurinn er á Núpasvæðinu; veiðisvæði Laxárfélagsins og sagði Orri Vigfússon í stuttu bréfi til Veiðivísis að Lars hefði kastað agni fyrir laxinn í klukkustund áður en hann tók. Það var Snældan sem þessi risi lét glepjast af en það tók Lars hins vegar aðeins um 30 mínútur að landa þessum höfðingja, sem er sá lengsti sem hefur veiðst í íslenskum ám þetta sumarið. Mun laxinn hafa verið veginn um 25 pund, að því er næst verður komist. Af myndinni að dæma hefur þessi fallegi lax gengið snemma í ána og því verið nokkuð þyngri þegar hann mætti. Þessi veiðistaður er annars afar gjöfull á stórlax. Í fyrra kom þar á land 108 sentímetra lax, reyndar á svokallaðri Fossbrún. Það liggur því fyrir að Laxá í Aðaldal er komin í gírinn enda gaf hún 110 sentímetra lax fyrir aðeins fáeinum dögum. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Laxá í Aðaldal opnar með látum Veiði Ótrúlegur viðsnúningur í Hofsá og Selá Veiði Vesturröst kynnir nýja línu í veiðivörum frá Airflo Veiði Varmá að koma sterk inn með hækkandi vatni Veiði Tungufljótið að lifna við Veiði Skagaheiðin farin að gefa vel Veiði Hausthængarnir í Stóru Laxá Veiði Frances og Haugur slást um toppsætið Veiði 32 fiska holl í Eldvatni Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði
Lars Svendsen, sem er eigandi fyrirtækisins Svendsen-sport, eins stærsta veiðitækjasala á Norðurlöndum, landaði 111 sentímetra hæng úr Höfðahyl í Laxá í Aðaldal í gær. Hylurinn er á Núpasvæðinu; veiðisvæði Laxárfélagsins og sagði Orri Vigfússon í stuttu bréfi til Veiðivísis að Lars hefði kastað agni fyrir laxinn í klukkustund áður en hann tók. Það var Snældan sem þessi risi lét glepjast af en það tók Lars hins vegar aðeins um 30 mínútur að landa þessum höfðingja, sem er sá lengsti sem hefur veiðst í íslenskum ám þetta sumarið. Mun laxinn hafa verið veginn um 25 pund, að því er næst verður komist. Af myndinni að dæma hefur þessi fallegi lax gengið snemma í ána og því verið nokkuð þyngri þegar hann mætti. Þessi veiðistaður er annars afar gjöfull á stórlax. Í fyrra kom þar á land 108 sentímetra lax, reyndar á svokallaðri Fossbrún. Það liggur því fyrir að Laxá í Aðaldal er komin í gírinn enda gaf hún 110 sentímetra lax fyrir aðeins fáeinum dögum. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Laxá í Aðaldal opnar með látum Veiði Ótrúlegur viðsnúningur í Hofsá og Selá Veiði Vesturröst kynnir nýja línu í veiðivörum frá Airflo Veiði Varmá að koma sterk inn með hækkandi vatni Veiði Tungufljótið að lifna við Veiði Skagaheiðin farin að gefa vel Veiði Hausthængarnir í Stóru Laxá Veiði Frances og Haugur slást um toppsætið Veiði 32 fiska holl í Eldvatni Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði