Kynjaleiðrétting var nauðsyn en ekki val hjá Hrafnhildi Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. júlí 2012 14:26 „Kynleiðrétting er ekki val, hún er nauðsyn," segir Hrafnhildur sem eftir 26 ára þögn tilkynnti fjölskyldu sinni og vinum að hún væri ekki strákur - heldur stelpa. Hún hafði þá lengi reynt að bæla niður tilfinningar sínar og lifa sem strákurinn Halldór Hrafn. Í heimildarmyndinni ,,Hrafnhildur" er fylgst með kynleiðréttingarferli Hrafnhildar. Myndin verður frumsýnd í Bíó Paradís þriðjudaginn 7.ágúst og er liður í dagskrá „Hinsegin Daga". Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, sjónvarpskona sem hefur haft veg og vanda að gerð myndarinnar, er spennt fyrir því að upplifa frumsýninguna. „Þetta er búið að vera svo langur tími. Við byrjuðum að undirbúa hana fyrir fimm árum og byrjuðum svo í upptökum fyrir fjórum árum. Þannig að þetta er búið að hvíla á herðum manns í svolítið langan tíma," segir Ragnhildur Steinunn. Það verði því rosalega gaman að sjá árangurinn. „Ég er búin að læra rosalega mikið. Þrátt fyrir að vera búin að vinna í sjónvarpi í fjölmörg ár, þá er þetta örugglega eitt það lærdómsríkasta," segir Ragnhildur Steinunn. „Það helsta sem ég hef lært er það að búa til heimildarmynd er tómt vesen. Það er bara þannig," bætir hún við og hlær. Ragnhildur Steinunn segir vel við hæfi að sýna myndina núna. „Það er núna mánuður frá því að transfólk fékk réttindi sín staðfest," segir hún og vísar þar í þingmál sem Alþingi samþykkti rétt fyrir sumarhlé. Hún bendir á að transfólk hafi að undanförnu háð mikla baráttu sem samkynhneigðir hafi þegar lagt að baki. „Og það er svolítið gaman að ég held að transfólk verði meira áberandi núna á Hinsegin dögum," segir Ragnhildur Steinunn og bendir á að myndin verður sýnd í tengslum við Hinsegin daga. Transfólk sé að verða aðeins meira áberandi. „Og þá vonandi hjálpar það fólki að skilja stöðu þeirra aðeins betur," segir Ragnhildur Steinunn. Smelltu annað hvort hér eða á hnappinn „Horfa á myndskeið með frétt" til að sjá stiklu úr myndinni. Hinsegin Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
„Kynleiðrétting er ekki val, hún er nauðsyn," segir Hrafnhildur sem eftir 26 ára þögn tilkynnti fjölskyldu sinni og vinum að hún væri ekki strákur - heldur stelpa. Hún hafði þá lengi reynt að bæla niður tilfinningar sínar og lifa sem strákurinn Halldór Hrafn. Í heimildarmyndinni ,,Hrafnhildur" er fylgst með kynleiðréttingarferli Hrafnhildar. Myndin verður frumsýnd í Bíó Paradís þriðjudaginn 7.ágúst og er liður í dagskrá „Hinsegin Daga". Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, sjónvarpskona sem hefur haft veg og vanda að gerð myndarinnar, er spennt fyrir því að upplifa frumsýninguna. „Þetta er búið að vera svo langur tími. Við byrjuðum að undirbúa hana fyrir fimm árum og byrjuðum svo í upptökum fyrir fjórum árum. Þannig að þetta er búið að hvíla á herðum manns í svolítið langan tíma," segir Ragnhildur Steinunn. Það verði því rosalega gaman að sjá árangurinn. „Ég er búin að læra rosalega mikið. Þrátt fyrir að vera búin að vinna í sjónvarpi í fjölmörg ár, þá er þetta örugglega eitt það lærdómsríkasta," segir Ragnhildur Steinunn. „Það helsta sem ég hef lært er það að búa til heimildarmynd er tómt vesen. Það er bara þannig," bætir hún við og hlær. Ragnhildur Steinunn segir vel við hæfi að sýna myndina núna. „Það er núna mánuður frá því að transfólk fékk réttindi sín staðfest," segir hún og vísar þar í þingmál sem Alþingi samþykkti rétt fyrir sumarhlé. Hún bendir á að transfólk hafi að undanförnu háð mikla baráttu sem samkynhneigðir hafi þegar lagt að baki. „Og það er svolítið gaman að ég held að transfólk verði meira áberandi núna á Hinsegin dögum," segir Ragnhildur Steinunn og bendir á að myndin verður sýnd í tengslum við Hinsegin daga. Transfólk sé að verða aðeins meira áberandi. „Og þá vonandi hjálpar það fólki að skilja stöðu þeirra aðeins betur," segir Ragnhildur Steinunn. Smelltu annað hvort hér eða á hnappinn „Horfa á myndskeið með frétt" til að sjá stiklu úr myndinni.
Hinsegin Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira