Raikkönen: Óheppni hefur ekkert með málið að gera Birgir Þór Harðarson skrifar 24. júlí 2012 06:00 Kimi segir sigurskort liðsins ekki merki um óheppni heldur mistök sem megi lagfæra. nordicphotos/afp Eric Boullier, liðstjóri Lotus-liðsins, segir lið sitt þurfa að skáka McLaren til að eiga möguleika á þriðja sætinu í heimsmeistarakeppni bílasmiða í ár. McLaren færðist upp fyrir Lotus á stigatöflunni eftir kappaksturinn í Þýskalandi. Jenson Button náði öðru sæti fyrir McLaren og Kimi Raikkönen þriðja fyrir Lotus í síðasta kappakstri. Liðsfélagar þeirra, Lewis Hamilton og Romain Grosjean, náðu hvorugir stigum í mótinu. Ferrari færðist því nær Red Bull í keppni bílasmiða og frá bæði McLaren og Lotus. „Það er auðvitað svekk að missa þriðja sætið, en baráttan er mjög, mjög hörð og um efstu þrjú sætin. Við erum búinir að búa til smá bil í fimmta sætið," sagði Boullier. „Að því sögðu erum við hungraðir og viljum meira af því góða. Ef við höldum áfram að koma með uppfærslur og þróum bílinn enn frekar þá getum við sótt þriðja sætið aftur og varið það." Kimi Raikkönen sagði eftir kappaksturinn í Þýskalandi að það væri hæpið að halda því fram að liðið hafi verið óheppið að vinna ekki kappakstur í ár. Kimi hefur fjórum sinnum staðið á verðlaunapalli í mótum ársins en aldrei unnið. Grosjean hefur staðið tvisvar á pallinum. „Heppni hefur ekkert með þetta að gera," sagði Kimi. „Það er ekki óheppni ef eitthvað fer úrskeiðis. Það er einfaldlega af því að við gerðum eitthvað rangt. Ef eitthvað bilar þá hafa einhverstaðar verið gerð mistök. Þetta eru bara mannleg mistök og nákvæmlega eins og ökumaður gerir akstursmistök. þannig er kappakstur." Formúla Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Eric Boullier, liðstjóri Lotus-liðsins, segir lið sitt þurfa að skáka McLaren til að eiga möguleika á þriðja sætinu í heimsmeistarakeppni bílasmiða í ár. McLaren færðist upp fyrir Lotus á stigatöflunni eftir kappaksturinn í Þýskalandi. Jenson Button náði öðru sæti fyrir McLaren og Kimi Raikkönen þriðja fyrir Lotus í síðasta kappakstri. Liðsfélagar þeirra, Lewis Hamilton og Romain Grosjean, náðu hvorugir stigum í mótinu. Ferrari færðist því nær Red Bull í keppni bílasmiða og frá bæði McLaren og Lotus. „Það er auðvitað svekk að missa þriðja sætið, en baráttan er mjög, mjög hörð og um efstu þrjú sætin. Við erum búinir að búa til smá bil í fimmta sætið," sagði Boullier. „Að því sögðu erum við hungraðir og viljum meira af því góða. Ef við höldum áfram að koma með uppfærslur og þróum bílinn enn frekar þá getum við sótt þriðja sætið aftur og varið það." Kimi Raikkönen sagði eftir kappaksturinn í Þýskalandi að það væri hæpið að halda því fram að liðið hafi verið óheppið að vinna ekki kappakstur í ár. Kimi hefur fjórum sinnum staðið á verðlaunapalli í mótum ársins en aldrei unnið. Grosjean hefur staðið tvisvar á pallinum. „Heppni hefur ekkert með þetta að gera," sagði Kimi. „Það er ekki óheppni ef eitthvað fer úrskeiðis. Það er einfaldlega af því að við gerðum eitthvað rangt. Ef eitthvað bilar þá hafa einhverstaðar verið gerð mistök. Þetta eru bara mannleg mistök og nákvæmlega eins og ökumaður gerir akstursmistök. þannig er kappakstur."
Formúla Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti