Fjölþrautarfólkið Einar Daði Lárusson úr ÍR og Sveinbjörg Zophoníasdóttir úr FH verða á meðal keppenda á Nordic Baltic frjálsíþróttamótinu í Jessheim í Noregi um helgina.
Á mótinu keppa fulltrúar Norðurlandaþjóðanna 22 ára og yngri auk Eystrasaltslandanna. Einar Daði keppir í stangarstökki og 100 metra hlaupi en Sveinbjörg í langstökki, 100 metra grindahlaupi og kúluvarpi.
Auk Einars Daða og Sveinbjargar eru FH-ingurinn Örn Davíðsson og ÍR-ingarnir Guðmundur Sverrisson, Ívar Kristinn Jasonarson og Snorri Sigurðsson á meðal keppenda.
Hægt er að fylgjast með gangi mála á mótinu á heimasíðu þess, sjá hér.
