Í dag var leikin fyrsti hringurinn af þremur á Íslandsmóti unglinga en leikið er á Kiðjabergsvelli við frábærar aðstæður. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK lék fyrsta hringinn á 69 höggum, eða 2 höggum undir pari vallar. Hallgrímur Júlíusson úr GV er efstur í 17-18 ára flokki pilta en hann lék á einu höggi yfir pari eða 72 höggum.
Þetta er jafnframt nýtt vallarmet af bláum teigum, en eldra metið áttu þær Valdís Þóra Jónsdóttir og Tinna Jóhannsdóttir og var það 71 högg.
Hallgrímur er eins og áður segir er efstur í 17-18 ára flokknum á 72 höggum. Í öðru sæti er Benedikt Árni Harðarson GK á 73 höggum. Hjá telpum 15-16 ára eða það Ragnhildur Kristinsdóttir GR sem sem er efst á 77 höggum, í öðru sæti er Sara Margrét Hinriksdóttir GK. Aðrir flokkar hafa ekki lokið leik.
Stúlkur 17-18 ára.
1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 69
2. Anna Sólveig Snorradóttir, GK 73
3. Guðrún Pétursdóttir, GR 73
4. Halla Björk Ragnarsdóttir, GR 80
Piltar 17-18 ára
1. Hallgrímur Júlíusson, GV 72
2. Benedikt Árni Harðarson, GK 73
3. Ragnar Már Garðarsson GKG 74
4. Gísli Ólafsson GKJ 74
Telpur 15-16 ára
1. Ragnhildur Kristinsdóttir GR 77
2. Sara Margrét Hinriksdóttir GK 81
3. Birta Dís Jónsdóttir GHD 82
4. Stefanía Elsa Jónsdóttir GA 84
Veðurspá fyrir morgundagsins er ekki hagstæð og hefur mótstjórn tekið þá ákvörðun að færa ræsingu fram eða til kl 6:00, með þessu hætti eru auknir möguleikar á því að kylfingar sleppi að mestu við versta veðurhaminn.
Guðrún Brá bætti vallarmetið á Kiðjabergsvelli

Mest lesið



„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti


„Okkur er alveg sama núna“
Fótbolti


Ægir valinn verðmætastur
Körfubolti
