Snjallsímar taka yfir - niðurhal eykst Magnús Halldórsson skrifar 31. júlí 2012 18:30 Algjör kúvending hefur orðið á farsímanotkun hér á landi að undanförnu þar sem gagnaniðurhal hefur margfaldast. Þrátt fyrir það erum við nokkru á eftir Norðurlöndunum, segir framkvæmdastjóri Nova. Gríðarlega hröð sala á vinsælum snjallsímum á heimsvísu hefur haft afgerandi áhrif á farsímanotkun. Farsímanotkun hefur tekið miklum breytingum á undanförnum þremur árum, samhliða gríðarlega hraðrar innreiðar svonefndra snjallsíma, sem bjóða upp á mun meiri möguleika á gagnaniðurhali og almennri netnotkun en aðrir farsímar. Samkvæmt opinberum gögnum Póst- og fjarskiptastofnunar þá hefur gagnaniðurhalið farið úr tæplega átján þúsund og sjö hundruð gígabætum árið 2009 í ríflega 90 þúsund og sjö hundruð árið 2011. Vöxturinn hefur verið mikill hjá öllum símafélögunum en samkvæmt upplýsingum sem fréttastofa fékk frá þeim í dag er niðurhalið sífellt að aukast. Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova, segir að niðurhal viðskiptavina á Norðurlöndunum í snjallsímum sé umtalsvert meira en hér á landi, eða allt að því þrefalt meira. Undirliggjandi þáttur í þessari miklu breytingu á farsímanotkun, bæði hér á landi og erlendis, er gríðarlega hröð sala á snjallsímum. Sem dæmi má nefna þá seldi hugbúnaðar- og fjarskiptarisinn Apple 72 milljónir iPhone síma á 196 dögum, á síðasta ársfjórðungi síðasta árs og fyrsti fjórðungi þessa árs. Það jafngildir um 370 þúsund iPhone snjallsímum á hverjum einasta degi. Tækni Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Algjör kúvending hefur orðið á farsímanotkun hér á landi að undanförnu þar sem gagnaniðurhal hefur margfaldast. Þrátt fyrir það erum við nokkru á eftir Norðurlöndunum, segir framkvæmdastjóri Nova. Gríðarlega hröð sala á vinsælum snjallsímum á heimsvísu hefur haft afgerandi áhrif á farsímanotkun. Farsímanotkun hefur tekið miklum breytingum á undanförnum þremur árum, samhliða gríðarlega hraðrar innreiðar svonefndra snjallsíma, sem bjóða upp á mun meiri möguleika á gagnaniðurhali og almennri netnotkun en aðrir farsímar. Samkvæmt opinberum gögnum Póst- og fjarskiptastofnunar þá hefur gagnaniðurhalið farið úr tæplega átján þúsund og sjö hundruð gígabætum árið 2009 í ríflega 90 þúsund og sjö hundruð árið 2011. Vöxturinn hefur verið mikill hjá öllum símafélögunum en samkvæmt upplýsingum sem fréttastofa fékk frá þeim í dag er niðurhalið sífellt að aukast. Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova, segir að niðurhal viðskiptavina á Norðurlöndunum í snjallsímum sé umtalsvert meira en hér á landi, eða allt að því þrefalt meira. Undirliggjandi þáttur í þessari miklu breytingu á farsímanotkun, bæði hér á landi og erlendis, er gríðarlega hröð sala á snjallsímum. Sem dæmi má nefna þá seldi hugbúnaðar- og fjarskiptarisinn Apple 72 milljónir iPhone síma á 196 dögum, á síðasta ársfjórðungi síðasta árs og fyrsti fjórðungi þessa árs. Það jafngildir um 370 þúsund iPhone snjallsímum á hverjum einasta degi.
Tækni Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira