Nýjar íbúðir fyrir veiðimenn við Vesturhópsvatn 30. júlí 2012 19:35 Nýtt og vandað hús bíður veiðimanna við Vesturhópsvatn. Fleiri myndir af húsinu má sjá á svfk.is. Mynd / svfk.is Stangaveiðifélag Keflavíkur hefur nú hafið útleigu á tveimur íbúðum í nýju húsi við Vesturhópsvatn. Aðal veiðin þar er urriði en einnig bleikja og murta. Á vef félagssins segir einstaklega vel hafi tekist til með íbúðirnar sem leigja eigi út allt árið. "Íbúðirnar verða til leigu fyrir öll tækifæri, félagsfólk, gæsaskyttur, rjúpnaskyttur, dorgveiðimanna, berjatínslufólks, smala og allra annarra ferðalanga. Verðinu hefur verið stillt í hóf þar sem kynningarverð er núna til að byrja með og er sólarhringsleigan eingöngu kr. 12.500 fyrir eina íbúð," segir á svfk.is. Íbúðirnar verða leigðar úr fjóra daga í senn. Hvor íbúð er 50 fermetrar með svefnpláss fyrir að minnsta kosti átta manns; þar af sex í kojum og tveimur í svefnsófa. Um Vesturhópsvatn, sem er í Vestur-Húnaþingi,. segir á vef Stangaveiðifélags Keflavíkur að það é 10,3 fermkílómetrar að flatarmáli. Allgóður fiskur sé í vatninu. "Bleikjan og urriðinn veiðast allt að 3-4 pund, en þorrinn er smærri. Sjóbirtings og laxavon er einnig enda samgangur við sjó um Faxalæk og Víðidalsá. Dæmi eru um afarstóra fiska úr vatninu, allt að 6 til 7 kg. sjóbirtinga á seinni árum. Stærstu skráðu fiskar eru hinsvegar 12 kg. sjóbirtingur árið 1988 og 12 kg. vatnaurriði árið 1993," segir á svfk.is.gar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Stórir urriðar í Laxárdalnum þrátt fyrir kulda Veiði Mikið af laxi í Langá Veiði Innsend frétt frá veiðihóp sem var koma úr Veiðivötnum Veiði Gæsaveiðin hófst í dag Veiði Góður dagur í Elliðaánum í gær en rólegt í morgun Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Aðeins 11 dagar í fyrsta veiðidaginn Veiði Þrjú ný vötn fyrir Veiðifélaga Veiði Þegar örflugurnar gefa best Veiði SVFR leitar að mönnum til nefndarstarfa Veiði
Stangaveiðifélag Keflavíkur hefur nú hafið útleigu á tveimur íbúðum í nýju húsi við Vesturhópsvatn. Aðal veiðin þar er urriði en einnig bleikja og murta. Á vef félagssins segir einstaklega vel hafi tekist til með íbúðirnar sem leigja eigi út allt árið. "Íbúðirnar verða til leigu fyrir öll tækifæri, félagsfólk, gæsaskyttur, rjúpnaskyttur, dorgveiðimanna, berjatínslufólks, smala og allra annarra ferðalanga. Verðinu hefur verið stillt í hóf þar sem kynningarverð er núna til að byrja með og er sólarhringsleigan eingöngu kr. 12.500 fyrir eina íbúð," segir á svfk.is. Íbúðirnar verða leigðar úr fjóra daga í senn. Hvor íbúð er 50 fermetrar með svefnpláss fyrir að minnsta kosti átta manns; þar af sex í kojum og tveimur í svefnsófa. Um Vesturhópsvatn, sem er í Vestur-Húnaþingi,. segir á vef Stangaveiðifélags Keflavíkur að það é 10,3 fermkílómetrar að flatarmáli. Allgóður fiskur sé í vatninu. "Bleikjan og urriðinn veiðast allt að 3-4 pund, en þorrinn er smærri. Sjóbirtings og laxavon er einnig enda samgangur við sjó um Faxalæk og Víðidalsá. Dæmi eru um afarstóra fiska úr vatninu, allt að 6 til 7 kg. sjóbirtinga á seinni árum. Stærstu skráðu fiskar eru hinsvegar 12 kg. sjóbirtingur árið 1988 og 12 kg. vatnaurriði árið 1993," segir á svfk.is.gar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Stórir urriðar í Laxárdalnum þrátt fyrir kulda Veiði Mikið af laxi í Langá Veiði Innsend frétt frá veiðihóp sem var koma úr Veiðivötnum Veiði Gæsaveiðin hófst í dag Veiði Góður dagur í Elliðaánum í gær en rólegt í morgun Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Aðeins 11 dagar í fyrsta veiðidaginn Veiði Þrjú ný vötn fyrir Veiðifélaga Veiði Þegar örflugurnar gefa best Veiði SVFR leitar að mönnum til nefndarstarfa Veiði