Vatnsáin vatnslítil; Kropp í Gufuá 8. ágúst 2012 22:10 Kunnugur segja að Vatnsáin hafi ekki var jafn vatnslítil í tugi ára. Frá þessu er greint á vefnum veiða.is. Þar segir að Vatnsáin hafi farið ágætlega af stað í sumar en nú sé staðan önnur. Svo virðist sem laxinn hafi stoppað niður í Kerlingadalsá og bíði eftir betra vatni til að ganga. Á veiða.is er stuttar fréttir úr ýmsum áttum. Þar segir að fínn gangur hafi verið í Langholtinu í Hvítá í sumar. Um 200 fiskar komnir á land og nokkrir ansi vænir. Nóg vatn hefur verið í Hvolsá og alveg bærilegt í Staðarhólsá og hefur veiðin í þessum ám verið þokkaleg undanfarið. Í Hörðudalsá hefur veiðin verið sæmileg þrátt fyrir þurrka og blíðviðri. Á veiði.is er talað um að í Gufuá haldi kroppið áfram. Nokkuð mikið sé af fiski á neðstu svæðum árinnar en hún sé vatnslítil. Veiðin í Hólsá/Þverá hefur verið fín og nýtur svæðið góðs af kröftugum göngum í Eystri Rangá. "Heldur hefur veiðin róast í Búðardalsá enda hefur vatnið í ánni minnkað mikið. Veiði í ánni er þó heldur meiri en á sama tíma í fyrra og góður tími framundan, ekki síst af veðurspá næstu daga rætist," segir á veiða.is.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Stórir urriðar í Laxárdalnum þrátt fyrir kulda Veiði Mikið af laxi í Langá Veiði Auknar göngur í Ytri Rangá Veiði Yfir 100 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði Fín veiði í opnun Elliðavatns Veiði Víðidalsá að ná 700 löxum Veiði Lifnar yfir Stóru Laxá með hækkandi vatni Veiði Vatnsdalsá með 76 laxa og 83 sm meðallengd Veiði Innsend frétt frá veiðihóp sem var koma úr Veiðivötnum Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði
Kunnugur segja að Vatnsáin hafi ekki var jafn vatnslítil í tugi ára. Frá þessu er greint á vefnum veiða.is. Þar segir að Vatnsáin hafi farið ágætlega af stað í sumar en nú sé staðan önnur. Svo virðist sem laxinn hafi stoppað niður í Kerlingadalsá og bíði eftir betra vatni til að ganga. Á veiða.is er stuttar fréttir úr ýmsum áttum. Þar segir að fínn gangur hafi verið í Langholtinu í Hvítá í sumar. Um 200 fiskar komnir á land og nokkrir ansi vænir. Nóg vatn hefur verið í Hvolsá og alveg bærilegt í Staðarhólsá og hefur veiðin í þessum ám verið þokkaleg undanfarið. Í Hörðudalsá hefur veiðin verið sæmileg þrátt fyrir þurrka og blíðviðri. Á veiði.is er talað um að í Gufuá haldi kroppið áfram. Nokkuð mikið sé af fiski á neðstu svæðum árinnar en hún sé vatnslítil. Veiðin í Hólsá/Þverá hefur verið fín og nýtur svæðið góðs af kröftugum göngum í Eystri Rangá. "Heldur hefur veiðin róast í Búðardalsá enda hefur vatnið í ánni minnkað mikið. Veiði í ánni er þó heldur meiri en á sama tíma í fyrra og góður tími framundan, ekki síst af veðurspá næstu daga rætist," segir á veiða.is.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Stórir urriðar í Laxárdalnum þrátt fyrir kulda Veiði Mikið af laxi í Langá Veiði Auknar göngur í Ytri Rangá Veiði Yfir 100 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði Fín veiði í opnun Elliðavatns Veiði Víðidalsá að ná 700 löxum Veiði Lifnar yfir Stóru Laxá með hækkandi vatni Veiði Vatnsdalsá með 76 laxa og 83 sm meðallengd Veiði Innsend frétt frá veiðihóp sem var koma úr Veiðivötnum Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði