Handbolti

Dramatík þegar Svartfellingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Svartfellingar fögnuðu sigrinum vel.
Svartfellingar fögnuðu sigrinum vel. Nordicphotos/Getty
Sigurmark úr vítakasti einni sekúndu fyrir leikslok tryggði Svartfellingum 23-22 sigur á Frökkum í átta liða úrslitum handknattleikskeppni kvenna á Ólympíuleikunum í kvöld.

Jafnt var á nánast öllum tölum í leiknum í kvöld. Frakkar náðu þó þriggja marka forskoti um miðjan síðari hálfleikinn en Serbarnir gáfust ekki upp. Þrjú mörk í röð breyttu stöðunni úr 21-19 í 21-22.

Frakkar jöfnuðu metin mínútu fyrir leikslok og gríðarleg spenna var undir lokin. Svartfellingum tókst að spila út leiktímann, uppskera vítakast og tryggja sér sæti í undanúrslitum.

Úrslitin eru óvænt í ljósi þess að Frakkar unnu til silfurverðlauna á heimsmeistaramótinu á síðasta ári. Á því sama móti komust Svartfellingar í 16-liða úrslit en liðið tapaði meðal annars gegn Íslandi í riðlakeppninni.

Undanúrslitin

Noregur - Suður-Kórea

Spánn - Svartfjallaland

Leikirnir fara fram á fimmtudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×