Golf

Íslandsmeistararnir fyrrverandi keppa á EM á Írlandi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Golf.is
Axel Bóasson úr Keili, Kristján Þór Einarsson úr Keili og Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum hefja á morgun leik á Evrópumóti einstaklinga í golfi.

Mótið fer fram á Írlandi en það er eitt sterkasta áhugamannamót sem fram fer í heiminum ár hvert. Bestu áhugakylfingar álfunnar mæta til leiks svo áskorun Íslandsmeistaranna fyrrverandi er mikil.

Meðal þeirra sem unnið hafa sigur á mótinu eru Norður-Írinn Rory McIlroy sem vann 2006 en Spánverjinn Sergio Garcia vann það 1995.

Hægt er að fylgjast með gangi mála á heimasíðu mótsins, sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×