Handbolti

Ísland mætir Ungverjum klukkan 10 á miðvikudag

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Valli
Alþjóðahandknattleikssambandið hefur gefið út leiktíma fyrir átta liða úrslit handknattleikskeppni Ólympíuleikanna.

Íslendingar mæta Ungverjum klukkan 10 að íslenskum tíma á miðvikudaginn en leikurinn verður sá fyrsti í átta liða úrslitunum. Hinir leikirnir fara fram klukkan 13:30, 17:00 og 20:30.

Íslensku strákarnir þurfa því að finna morgunferskleikan á nýjan leik en tveir fyrstu leikir liðsins fóru fram klukkan 8:30 að morgni. Síðustu þrír leikir liðsins hafa hins vegar farið fram klukkan 20.15 og 18:30 en í dag var leikið klukkan 15.15.

Í átta liða úrslitunum mætast eftirfarandi þjóðir:

Ísland - Ungverjaland

Frakkland - Spánn

Svíþjóð - Danmörk

Túnis - Króatía




Fleiri fréttir

Sjá meira


×