Handbolti

Frakkar lögðu Svía | Átta liða úrslitin ljós

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Narcisse í loftinu gegn Svíum í dag.
Narcisse í loftinu gegn Svíum í dag. Nordicphotos/Getty
Frakkar tryggðu sér í kvöld annað sæti A-riðils handknattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum með þriggja marka sigri á Svíum í lokaumferðinni.

Svíar komust í 1-0 en fimm mörk Frakka í röð gáfu tóninn fyrir það sem á eftir fylgdi. Forysta Frakka varð aldrei minni en tvö mörk sem hún varð fyrst í stöðunni 28-26. Luc Abalo skoraði síðasta mark Frakka og tryggði þeim sigur.

Daniel Narcisse skoraði sex mörk fyrir Frakka en Kim Andersson og Niclas Ekberg voru markahæstir Svía með fimm mörk.

Leikurinn var sá síðasti í riðlakeppni Ólympíuleikanna og því ljóst hvaða lið mætast í átta liða úrslitum.

Ísland - Ungverjaland

Frakkland - Spánn

Svíþjóð - Danmörk

Túnis - Króatía

Leikur Íslands og Ungverjalands fer fram á miðvikudag klukkan 10 að íslenskum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×