Leik lokið: Ísland - Bretland 41-24 | Öruggt eftir erfiða fæðingu Eiríkur Stefán Ásgeirsson í London skrifar 6. ágúst 2012 12:33 Mynd/Valli Ísland kláraði riðlakeppnina á Ólympíuleikunum í London með öruggum sigri á Bretum í Koparboxinu. Fyrri hálfleikur var þó afspyrnuslakur af hálfu strákanna okkar. Bretar náðu að skora fimmtán mörk á íslensku vörnina í fyrri hálfleik - jafn mörg og Frakkar gerðu í síðasta leik okkar á undan. Allt annað var að sjá til liðsins í síðari hálfleik og tókst þeim þá að klára verkefnið sómasamlega. Ísland mætir Ungverjalandi í fjórðungsúrslitum keppninnar á miðvikudaginn en þá færist keppnin úr Koparboxinu og yfir í körfuboltahöllina. Fyrri hálfleikur var með ólíkindum og fyrsta viðvörunarbjallan hringdi eftir um átta mínútna leik. Þá misstu Bretar mann af velli í tvær mínútur en á þeim leikkafla tókst þeim engu að síður að galopna íslensku vörnina og skora tvö mörk gegn einu. Skyndilega föttuðu gestgjafarnir að þeir ættu greiða leið í gegnum íslenska vörnina og nýttu þeir hana óspart. Steven Larsson, hægri skytta breska liðsins, fór þar fremstur í flokki og var óhræddur við að láta vaða. Árangurinn var átta mörk í fyrri hálfleik. Eftir ellefu mínútuna leik náðu Bretar að jafna metin með sínu sjötta marki í leiknum. Þar var á ferðinni Mark Hawkins, leikmaður Aftureldingar, en hann gerði sér lítið fyrir og fór inn úr vinstra horninu, framhjá Ólafi Stefánssyni og lét vaða á nærstöng úr þröngu færi. Björgvin Páll Gústavsson kom engum vörnum við. Markvörður Breta fór einnig á kostum en sá heitir Robert White. Hann varði oft glæsilega frá íslensku strákunum í dauðafærum, hvað eftir annað. Svipurinn á honum sagði allt sem segja þurfti - hann var hissa, mjög hissa. En svo fagnaði sem óður maður og áhorfendur tóku vel undir. White varði átta skot í fyrri hálfleik - meira en Hreiðar Levý (6) og Björgvin Páll (1) samanlagt. Það sem einkenndi fyrri hálfleik íslenska liðsins var hversu slakur varnarleikurinn var. Það kom á óvart enda vörnin búin að vera frábær hingað til gegn miklu, miklu sterkari liðum en Bretlandi. Alls skoruðu Bretar fimmtán mörk í fyrri hálfleik og hverju einasta var fagnað með gríðarlegum látum áhorfenda í Koparboxinu. Strákarnir skoruðu sjálfir átján mörk og höfðu því þriggja marka forystu í hálfleik. Síðari hálfleikur byrjaði eins og sá síðari endaði. Larsson skoraði og White varði. En strákarnir voru einbeittir á svip og hafði greinilega verið sagt í búningsklefanum að vinsamlegast gyrða sig í brók. Bretar héldu áfram að berjast og skora einstaka mark en þegar strákarnir fóru að spila eins og þeir áttu að gera frá upphafi jókst munurinn á liðunum hratt og örugglega. Það eina jákvæða við þennan leik er að leikmennirnir vissu upp á sig sökina og kláruðu leikinn almennilega, fram á síðustu sekúndu. Allir leikmenn Íslansd komust á blað nema Sverre Jakobsson og markverðirnir. Larsson náði að skora aðeins eitt mark í seinni hálfleik og markvarsla White datt einnig niður eftir því sem leið á leikinn. Viðtöl eru væntanleg á Vísi innan skamms. Handbolti Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Ísland kláraði riðlakeppnina á Ólympíuleikunum í London með öruggum sigri á Bretum í Koparboxinu. Fyrri hálfleikur var þó afspyrnuslakur af hálfu strákanna okkar. Bretar náðu að skora fimmtán mörk á íslensku vörnina í fyrri hálfleik - jafn mörg og Frakkar gerðu í síðasta leik okkar á undan. Allt annað var að sjá til liðsins í síðari hálfleik og tókst þeim þá að klára verkefnið sómasamlega. Ísland mætir Ungverjalandi í fjórðungsúrslitum keppninnar á miðvikudaginn en þá færist keppnin úr Koparboxinu og yfir í körfuboltahöllina. Fyrri hálfleikur var með ólíkindum og fyrsta viðvörunarbjallan hringdi eftir um átta mínútna leik. Þá misstu Bretar mann af velli í tvær mínútur en á þeim leikkafla tókst þeim engu að síður að galopna íslensku vörnina og skora tvö mörk gegn einu. Skyndilega föttuðu gestgjafarnir að þeir ættu greiða leið í gegnum íslenska vörnina og nýttu þeir hana óspart. Steven Larsson, hægri skytta breska liðsins, fór þar fremstur í flokki og var óhræddur við að láta vaða. Árangurinn var átta mörk í fyrri hálfleik. Eftir ellefu mínútuna leik náðu Bretar að jafna metin með sínu sjötta marki í leiknum. Þar var á ferðinni Mark Hawkins, leikmaður Aftureldingar, en hann gerði sér lítið fyrir og fór inn úr vinstra horninu, framhjá Ólafi Stefánssyni og lét vaða á nærstöng úr þröngu færi. Björgvin Páll Gústavsson kom engum vörnum við. Markvörður Breta fór einnig á kostum en sá heitir Robert White. Hann varði oft glæsilega frá íslensku strákunum í dauðafærum, hvað eftir annað. Svipurinn á honum sagði allt sem segja þurfti - hann var hissa, mjög hissa. En svo fagnaði sem óður maður og áhorfendur tóku vel undir. White varði átta skot í fyrri hálfleik - meira en Hreiðar Levý (6) og Björgvin Páll (1) samanlagt. Það sem einkenndi fyrri hálfleik íslenska liðsins var hversu slakur varnarleikurinn var. Það kom á óvart enda vörnin búin að vera frábær hingað til gegn miklu, miklu sterkari liðum en Bretlandi. Alls skoruðu Bretar fimmtán mörk í fyrri hálfleik og hverju einasta var fagnað með gríðarlegum látum áhorfenda í Koparboxinu. Strákarnir skoruðu sjálfir átján mörk og höfðu því þriggja marka forystu í hálfleik. Síðari hálfleikur byrjaði eins og sá síðari endaði. Larsson skoraði og White varði. En strákarnir voru einbeittir á svip og hafði greinilega verið sagt í búningsklefanum að vinsamlegast gyrða sig í brók. Bretar héldu áfram að berjast og skora einstaka mark en þegar strákarnir fóru að spila eins og þeir áttu að gera frá upphafi jókst munurinn á liðunum hratt og örugglega. Það eina jákvæða við þennan leik er að leikmennirnir vissu upp á sig sökina og kláruðu leikinn almennilega, fram á síðustu sekúndu. Allir leikmenn Íslansd komust á blað nema Sverre Jakobsson og markverðirnir. Larsson náði að skora aðeins eitt mark í seinni hálfleik og markvarsla White datt einnig niður eftir því sem leið á leikinn. Viðtöl eru væntanleg á Vísi innan skamms.
Handbolti Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira