Fjórtán punda urriði í Galtalæk Trausti Hafliðason skrifar 5. ágúst 2012 07:00 Veiðimaður egnir fyrir urriða í Galtalæk. Mynd / Trausti Hafliðson Veiði í Galtalæk hefur verið ágæt í sumar. Alls eru um 100 urriðar skráðir í veiðibók og mældist sá stærsti 14 pund. Galtalækur er lítil og nett urriðaá, sem þó leynir á sér því inn á milli eru hyldjúpir pyttir þar sem mikið er af fiski. Hún er í um 130 kílómetra fjarlægð frá Reykjavík. Ekkert veiðihús fylgir veiðileyfum en þó er mögulegt að útvega sér gistingu í nágrenninu hyggist menn veiða í meira en einn dag. Í Galtalæk er veitt á tvær stangir og er veiðimönnum skylt að sleppa öllum fiski. Að sögn Sveins Sigurjónssonar, bónda á Galtalæk, hefur veiðin verið með ágætasta móti í sumar. Hann segir að um 100 urriðar séu skráðir í veiðibók en í fyrra hafi veiðst um 370 fiskar. Hann segir að gallinn sé hins vegar sá að veiðimenn gleymi oft að koma til sín og skrá aflann og því sé veiðibókin ekki fullkomin heimild um veiðina. Sveinn segir að þetta eigi sérstaklega við um Íslendingana. Útlendingarnir, en töluvert af þeim kemur til veiða í læknum, séu einhverra hluta vegna samviskusamari í að koma til sín og skrá í veiðibókina. Meðalþyngd urriðans í Galtalæk er um 3 pund en inn á milli eru miklu stærri fiskar á sveimi. Finni sem kom til veiða í Galtalæk fyrir stuttu veiddi til að mynda 14 punda urriða. Sveinn segir að finnski veiðimaðurinn hafi skiljanlega verið mjög sáttur við veiðina og ekki séð neitt að því að sleppa fiskinum enda hafi hann sagst ætla að koma á næsta ári og veiða hann aftur. Eingöngu fluguveiði er leyfð í Galtalæk og er veiða menn jöfnum höndum á straumflugur, púpur og nymphur. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast vefsíðunni agn.is.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Prófaðu þurrflugu í sjóbirting Veiði Elliðaárnar: 3,5 laxar á stöng á dag Veiði Flott veiði og stórir fiskar í Baugstaðaós Veiði Óska eftir tilboðum í Eldvatn Veiði 3532 fiskar komnir á land úr Veiðivötnum Veiði Átta laxar á land við opnun Miðfjarðarár Veiði Loksins 100 sm lax hjá Stefáni Veiði Mikið vatn gerir veiðimönnum ennþá erfitt fyrir Veiði Laxárdalurinn sýnir sínar bestu hliðar Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði
Veiði í Galtalæk hefur verið ágæt í sumar. Alls eru um 100 urriðar skráðir í veiðibók og mældist sá stærsti 14 pund. Galtalækur er lítil og nett urriðaá, sem þó leynir á sér því inn á milli eru hyldjúpir pyttir þar sem mikið er af fiski. Hún er í um 130 kílómetra fjarlægð frá Reykjavík. Ekkert veiðihús fylgir veiðileyfum en þó er mögulegt að útvega sér gistingu í nágrenninu hyggist menn veiða í meira en einn dag. Í Galtalæk er veitt á tvær stangir og er veiðimönnum skylt að sleppa öllum fiski. Að sögn Sveins Sigurjónssonar, bónda á Galtalæk, hefur veiðin verið með ágætasta móti í sumar. Hann segir að um 100 urriðar séu skráðir í veiðibók en í fyrra hafi veiðst um 370 fiskar. Hann segir að gallinn sé hins vegar sá að veiðimenn gleymi oft að koma til sín og skrá aflann og því sé veiðibókin ekki fullkomin heimild um veiðina. Sveinn segir að þetta eigi sérstaklega við um Íslendingana. Útlendingarnir, en töluvert af þeim kemur til veiða í læknum, séu einhverra hluta vegna samviskusamari í að koma til sín og skrá í veiðibókina. Meðalþyngd urriðans í Galtalæk er um 3 pund en inn á milli eru miklu stærri fiskar á sveimi. Finni sem kom til veiða í Galtalæk fyrir stuttu veiddi til að mynda 14 punda urriða. Sveinn segir að finnski veiðimaðurinn hafi skiljanlega verið mjög sáttur við veiðina og ekki séð neitt að því að sleppa fiskinum enda hafi hann sagst ætla að koma á næsta ári og veiða hann aftur. Eingöngu fluguveiði er leyfð í Galtalæk og er veiða menn jöfnum höndum á straumflugur, púpur og nymphur. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast vefsíðunni agn.is.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Prófaðu þurrflugu í sjóbirting Veiði Elliðaárnar: 3,5 laxar á stöng á dag Veiði Flott veiði og stórir fiskar í Baugstaðaós Veiði Óska eftir tilboðum í Eldvatn Veiði 3532 fiskar komnir á land úr Veiðivötnum Veiði Átta laxar á land við opnun Miðfjarðarár Veiði Loksins 100 sm lax hjá Stefáni Veiði Mikið vatn gerir veiðimönnum ennþá erfitt fyrir Veiði Laxárdalurinn sýnir sínar bestu hliðar Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði