Handbolti

Hundrað myndir af sögulegum sigri Íslendinga

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Alexander Petersson faðmar Ásgeir Örn Hallgrímsson sem innsiglaði sigur Íslands í kvöld.
Alexander Petersson faðmar Ásgeir Örn Hallgrímsson sem innsiglaði sigur Íslands í kvöld. Mynd/Valli
Íslenska karlalandsliðið í handknattleik vann í kvöld langþráðan sigur á Svíum á stórmóti í handknattleik. Sigurinn var þó mun tæpari en hann hefði þurft að vera en strákarnir okkar sluppu með skrekkinn undir lokin.

Íslenskir stuðningsmenn voru líklega færri en þeir sænsku í Koparhöllinni í London í kvöld en létu þó vel í sér heyra. Þeir urðu líka vitni að sögulegum sigri en Ísland hafði ekki lagt Svía að velli í níu viðureignum þjóðanna á stórmóti.

Síðast vannst sigur á Svíum á HM í Tékkóslóvakíu 1964 12-10. Eins og lokatölurnar gefa til kynna hefur margt breyst í handboltanum síðan þá og til marks um hve langþráður sigurinn í dag var.

Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, varð þess heiðurs aðnjótandi að fylgjast með leiknum í kvöld og náði þessum fínu myndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×