Handbolti

Aftur eins marks sigur Dana | Þægilegt hjá Króötum gegn Ungverjum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hans Lindberg, okkar  maður í danska liðinu, fagnaði sigrinum vel í kvöld.
Hans Lindberg, okkar maður í danska liðinu, fagnaði sigrinum vel í kvöld. Nordicphotos/Getty
Danir og Króatar hafa fullt hús stiga að loknum þremur leikjum í B-riðli handknattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum í London. Danir unnu eins marks sigur á Serbum í dag en höfðu þó frumkvæðið frá upphafi til enda.

Mikkel Hansen var eins og svo oft áður markahæstur í liði Dana sem lögðu Serba 26-25. Serbar höfðu frumkvæðið framan af leik en eftir að Danir komust 11-10 yfir skildu leiðir.

Danir héldu Serbum í hæfilegri fjarlægð fram undir lok leiksins þegar Serbar gerðust aðgangsharðir. Þeim tókst að minnka muninn í eitt mark þegar tæp mínúta lifði af leiknum en Danir lönduðu þó sigri sem fyrr segir.

Þetta var annar leikurinn í röð sem Danir vinna með tæpasta mun. Í gær máttu Spánverjar sætta sig við tap gegn þeim dönsku sem skoruðu sigurmarkið í blálokin.

Danir hafa sex stig í B-riðli líkt og Króatar sem hafa betri markatölu. Króatar unnu sjö marka sigur á Ungverjum fyrr í dag 26-19.

Króatar höfðu frumkvæðið frá upphafi til enda og líta vel út á mótinu. Þeir mæta Dönum á laugardag.

Þá unnu Spánverjar fjögurra marka sigur á Suður-Kóreu og hafa fjögur stig í þriðja sæti riðilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×