Fótbolti

Real Madrid tapaði stigum

Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. Mynd/Nordic Photos/Getty
Real Madrid hóf titilvörn sína á Spáni með 1-1 jafntefli gegn Valencia á heimavelli sínum í kvöld. Flestir bjuggust við öruggum sigri heimamanna en gestirnir börðust vel fyrir stiginu.

Argentínumaðurinn Gonzalo Higuaín kom Real Madrid yfir strax á 10. mínútu en það var ekki sami kraftur í leik liðsins og einkenndi liðið á síðustu leiktíð.

Brasilíumaðurinn Jonas jafnaði metin þremur mínútum fyrir hálfleik og þar við sat. Ekki sú byrjun á tímabilinu sem Real Madrid vonaðist eftir en Valencia fer ánægt með stigið eftir erfitt sumar.

Ronaldo hafði skorað í sjö heimaleikjum í röð en fann sig engan vegin í þessum leik og var langt frá því að skora. Ronaldo skoraði þrennu í fyrsta leik liðsins á síðustu leiktíð sem Real Madrid vann 6-0 á Real Zaragoza en það er erfiðara að verja titil en vinna. Hafa skal þó í huga að mikið er eftir af mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×