Vilja hlífa tveggja ára fiski en drepa urriðann 16. ágúst 2012 14:24 Fnjóskárbrúin hjá Skógum. Mynd / Sunna Valgerðardóttir Forsvarsmenn Stangaveiðifélagsins Flúða biðla til veiðimanna í Fnjóská að hlífa tveggja ára fiski og smáhrygnum en drepa urriða. Þetta kemur fram á vef félagsins. "Laxveiði í Fnjóská hefur ekki staðið undir væntingum nú í sumar en það sama má segja um flestar aðrar laxveiðiár sem við höfum frétt af," segir á vef Stangaveiðifélagsins. "Smálaxinn hefur ekki látið sjá sig í neinu magni og gerir það veiðina rólega - en það er alltaf kropp og nokkur skot inn á milli hér og þar." Vegna þessarar löku veiði fer félagið fram á það við veiðimenn í Fnjóská að þeir setji tveggja ár fisk í klakkistur eða sleppi honum sé ekki mögulegt að koma honum í kistu. Einnig er farið fram á að smáhrygnum verði sleppt eða þær settar í klakkistur eins og tveggja ára fiskurinn. "Við fórum yfir veiðibækurnar í dag og þá voru skráðir 196 laxar en vitað að eftir er að skrá einhverja frá síðustu 2 hollum sem voru að veiða. Af laxasvæðum eru komnir rúmlega 240 silungar í bók og rúmlega 100 af silungasvæðinu við Illugastaði," segir á vef félagsins. "Stórurriði veiddist í Vatnsleysuhyl sunnudaginn 7. ágúst og vigtaði hann nákvæmlega 3,92 kg og var 72cm á lengd. Sá var stútfullur af laxaseiðum. Með urriðann, þá gilda önnur sjónarmið því við viljum ekki hleypa honum meira inn í vatnakerfið en þegar er. Hann er í örum vexti í ánni og hefur mikið veiðst af honum í sumar og því æskilegt að öllum urriða sem veiðist sé lógað áður en hann nær þeirri stærð að fara að hafa mikil áhrif á seiðabúskap lax og bleikju."trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Kalt við vötnin næstu daga Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði
Forsvarsmenn Stangaveiðifélagsins Flúða biðla til veiðimanna í Fnjóská að hlífa tveggja ára fiski og smáhrygnum en drepa urriða. Þetta kemur fram á vef félagsins. "Laxveiði í Fnjóská hefur ekki staðið undir væntingum nú í sumar en það sama má segja um flestar aðrar laxveiðiár sem við höfum frétt af," segir á vef Stangaveiðifélagsins. "Smálaxinn hefur ekki látið sjá sig í neinu magni og gerir það veiðina rólega - en það er alltaf kropp og nokkur skot inn á milli hér og þar." Vegna þessarar löku veiði fer félagið fram á það við veiðimenn í Fnjóská að þeir setji tveggja ár fisk í klakkistur eða sleppi honum sé ekki mögulegt að koma honum í kistu. Einnig er farið fram á að smáhrygnum verði sleppt eða þær settar í klakkistur eins og tveggja ára fiskurinn. "Við fórum yfir veiðibækurnar í dag og þá voru skráðir 196 laxar en vitað að eftir er að skrá einhverja frá síðustu 2 hollum sem voru að veiða. Af laxasvæðum eru komnir rúmlega 240 silungar í bók og rúmlega 100 af silungasvæðinu við Illugastaði," segir á vef félagsins. "Stórurriði veiddist í Vatnsleysuhyl sunnudaginn 7. ágúst og vigtaði hann nákvæmlega 3,92 kg og var 72cm á lengd. Sá var stútfullur af laxaseiðum. Með urriðann, þá gilda önnur sjónarmið því við viljum ekki hleypa honum meira inn í vatnakerfið en þegar er. Hann er í örum vexti í ánni og hefur mikið veiðst af honum í sumar og því æskilegt að öllum urriða sem veiðist sé lógað áður en hann nær þeirri stærð að fara að hafa mikil áhrif á seiðabúskap lax og bleikju."trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Kalt við vötnin næstu daga Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði