Spánverjinn Rafael Nadal verður ekki á meðal keppenda á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis sem hefst þann 27. ágúst.
Nadal hefur enn ekki fengið sig góðan af hnémeiðslum sem hindruðu hann frá keppni á Ólympíuleikunum í London. Hann féll úr keppni í 2. umferð á Wimbledon-mótinu í upphafi júlí gegn hinum líttþekkta Lukas Rosol og hefur hvílt síðan.
„Það er afsaklega leiðinlegt að þurfa að tilkynna að ég sé ekki klár í að keppa," segir Nadal í fréttatilkynningu.
„Mér finnst það leiðinlegt þar sem mér finnst stemmningin á mótinu frábær og stuðningurinn sömuleiðis. Ég verð hins vegar að halda áfram endurhæfingu minni og undirbúningi til þess að geta spilað af fullum krafti," sagði Nadal.
Nadal dregur sig úr keppni á Opna bandaríska
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

„Sorgardagur fyrir Manchester City“
Enski boltinn

Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn


„Erum í basli undir körfunni“
Körfubolti

Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika
Körfubolti



Finnur Freyr framlengdi til 2028
Körfubolti

„Það erfiðasta er ennþá eftir“
Körfubolti

Fleiri fréttir
