Handbolti

Frakkarnir rústuðu sviðsmynd í sjónvarpi og afklæddu fréttamann

Franska handboltalandsliðið fór mikinn í fögnuði sínum eftir að liðið vann gull á ÓL í London. Liðið gekk svo hreinlega berserksgang í sjónvarpsviðtali.

Þar tóku þjálfarinn, Claude Onesta, og stórskyttan Nikola Karabatic sig til og hreinlega rústuðu borðinu í sviðsmynd L'Equipe.

Karabatic tók einnig þátt í því að afklæða einn franskan sjónvarpsmann. Fékk hann góða hjálp frá örvhentu skyttunni Barachet við það.

Myndbönd af þessum uppákomum má sjá hér.

Franska landsliðinu í handknattleik var svo vel fagnað við komuna til Parísar. Talið er að um 80 þúsund manns hafi fagnað leikmönnum franska liðsins á Champs Elysées í París. Stjörnum franska liðsins leiddist skiljanlega ekki athyglin og skemmtu sér konunglega.

Velgengni Frakkanna undanfarin ár hefur verið lyginni líkust. Liðið hefur unnið alla stóru titlana sem í boði hafa verið. Ísland var eina þjóðin sem lagði Frakka að velli í London en 32-31 sigur íslenska liðsins í riðlakeppninni hafði lítið að segja er uppi var staðið.

Myndband frá fagnaðarlátum Frakkanna í París má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×