Unnsteinn og Halldór fyrstir í mark í Tour de Ormurinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. ágúst 2012 09:45 Verðlaunahafar á 103 km hringnum. Frá vinstri: Valdemar, Unnsteinn og Freyr. Norðlendingarnir Unnsteinn Jónsson og Halldór G. Halldórsson komu fyrstir í mark, hvor í sinni vegalengdinni, í hjólreiðakeppninni Tour de Ormurinn sem fram fór í fyrsta skipti á sunnudag. Unnsteinn lauk keppni á 103 km hringnum á 4:02,31 klst en Halldór var fyrstur í mark á 68 km hringnum á 2:34,31 klst. Keppendur voru ræstir úr Hallormsstað klukkan níu árdegis og hjólað út í Egilsstaði, norður yfir Lagarfljótsbrú í Fellabæ og upp Fell og Fljótsdal. Við Hengifoss skyldu leiðir. Þeir sem skráðir voru til leiks í 68 km vegalengd héldu þar austur yfir Jökulsá í Fljótsdal og í markið í Hallormsstað. Þeir sem hjóluðu 103 km fóru alveg innst í Fljótsdal og yfir aðra brú ár. Sem fyrr segir sigraði Halldór G. Halldórsson á 68 km hringnum. Unnsteinn Sigurgeirsson varð annar og Rögnvaldur Snorrason þriðji. Tæp mínúta skyldi þá að. Lonneke Gastel kom fyrst í mark í kvennaflokki á tímanum 2:59,22 klst. Aðalsteinn Þórhallsson, Gyða Guttormsdóttir og Óli Grétar Metúsalemsson mynduðu sigurliðið í liðakeppninni á tímanum 3:14,05 klst. Á lengri hringnum kom Unnstein Jónsson fyrstur í mark sem fyrr segir. Valdemar Valdemarsson varð annar og Freyr Ævarsson þriðji. Þrír fremstu í styttri hringnum og tveir fremstu í lengri hringnum æfa allir með Team Bjargi sem er hjólahópur með aðsetur á Akureyri. Þaðan lagði hópurinn af stað klukkan hálf fimm á sunnudagsmorgni til að ná í keppnina. Þetta er í fyrsta sinn sem keppnin er haldin en að henni standa Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands (UÍA), ferðaþjónustufyrirtækið Austurför og sveitarfélagið Fljótsdalshérað. Innlendar Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Norðlendingarnir Unnsteinn Jónsson og Halldór G. Halldórsson komu fyrstir í mark, hvor í sinni vegalengdinni, í hjólreiðakeppninni Tour de Ormurinn sem fram fór í fyrsta skipti á sunnudag. Unnsteinn lauk keppni á 103 km hringnum á 4:02,31 klst en Halldór var fyrstur í mark á 68 km hringnum á 2:34,31 klst. Keppendur voru ræstir úr Hallormsstað klukkan níu árdegis og hjólað út í Egilsstaði, norður yfir Lagarfljótsbrú í Fellabæ og upp Fell og Fljótsdal. Við Hengifoss skyldu leiðir. Þeir sem skráðir voru til leiks í 68 km vegalengd héldu þar austur yfir Jökulsá í Fljótsdal og í markið í Hallormsstað. Þeir sem hjóluðu 103 km fóru alveg innst í Fljótsdal og yfir aðra brú ár. Sem fyrr segir sigraði Halldór G. Halldórsson á 68 km hringnum. Unnsteinn Sigurgeirsson varð annar og Rögnvaldur Snorrason þriðji. Tæp mínúta skyldi þá að. Lonneke Gastel kom fyrst í mark í kvennaflokki á tímanum 2:59,22 klst. Aðalsteinn Þórhallsson, Gyða Guttormsdóttir og Óli Grétar Metúsalemsson mynduðu sigurliðið í liðakeppninni á tímanum 3:14,05 klst. Á lengri hringnum kom Unnstein Jónsson fyrstur í mark sem fyrr segir. Valdemar Valdemarsson varð annar og Freyr Ævarsson þriðji. Þrír fremstu í styttri hringnum og tveir fremstu í lengri hringnum æfa allir með Team Bjargi sem er hjólahópur með aðsetur á Akureyri. Þaðan lagði hópurinn af stað klukkan hálf fimm á sunnudagsmorgni til að ná í keppnina. Þetta er í fyrsta sinn sem keppnin er haldin en að henni standa Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands (UÍA), ferðaþjónustufyrirtækið Austurför og sveitarfélagið Fljótsdalshérað.
Innlendar Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira