Norðlendingarnir Unnsteinn Jónsson og Halldór G. Halldórsson komu fyrstir í mark, hvor í sinni vegalengdinni, í hjólreiðakeppninni Tour de Ormurinn sem fram fór í fyrsta skipti á sunnudag.
Unnsteinn lauk keppni á 103 km hringnum á 4:02,31 klst en Halldór var fyrstur í mark á 68 km hringnum á 2:34,31 klst.
Keppendur voru ræstir úr Hallormsstað klukkan níu árdegis og hjólað út í Egilsstaði, norður yfir Lagarfljótsbrú í Fellabæ og upp Fell og Fljótsdal. Við Hengifoss skyldu leiðir. Þeir sem skráðir voru til leiks í 68 km vegalengd héldu þar austur yfir Jökulsá í Fljótsdal og í markið í Hallormsstað. Þeir sem hjóluðu 103 km fóru alveg innst í Fljótsdal og yfir aðra brú ár.
Sem fyrr segir sigraði Halldór G. Halldórsson á 68 km hringnum. Unnsteinn Sigurgeirsson varð annar og Rögnvaldur Snorrason þriðji. Tæp mínúta skyldi þá að.
Lonneke Gastel kom fyrst í mark í kvennaflokki á tímanum 2:59,22 klst. Aðalsteinn Þórhallsson, Gyða Guttormsdóttir og Óli Grétar Metúsalemsson mynduðu sigurliðið í liðakeppninni á tímanum 3:14,05 klst.
Á lengri hringnum kom Unnstein Jónsson fyrstur í mark sem fyrr segir. Valdemar Valdemarsson varð annar og Freyr Ævarsson þriðji. Þrír fremstu í styttri hringnum og tveir fremstu í lengri hringnum æfa allir með Team Bjargi sem er hjólahópur með aðsetur á Akureyri. Þaðan lagði hópurinn af stað klukkan hálf fimm á sunnudagsmorgni til að ná í keppnina.
Þetta er í fyrsta sinn sem keppnin er haldin en að henni standa Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands (UÍA), ferðaþjónustufyrirtækið Austurför og sveitarfélagið Fljótsdalshérað.
Unnsteinn og Halldór fyrstir í mark í Tour de Ormurinn
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


Sniðganga var rædd innan HSÍ
Handbolti




Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu
Íslenski boltinn

Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju
Enski boltinn


