Andrew Luck, arftaki Peyton Manning hjá Indianapolis Colts, hóf feril sinn hjá Colts með látum. Luck, sem valinn var fyrstur í nýliðavali NFL-deildarinnar, kastaði fyrir snertimarki í sinni fyrstu sendingu.
Hann stýrði liðinu í fjórum sóknum. Þrjár þeirra enduðu með snertimarki og Colts vann öruggan sigur, 38-3.
Þó svo andstæðingurinn hafi ekki verið sterkur lék NFL-boltinn í höndunum á Luck sem leit ákaflega vel út og olli ekki vonbrigðum.
Hann kláraði 10 af 16 sendingum sínum og var með 188 kastmetra.
Tilþrif úr leiknum má sjá hér að ofan.
