Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar er Íslandsmeistari karla í sveitakeppni í golfi eftir sigur á Golfklúbbi Setbergs í úrslitaleik en 1. deildin fór fram á Hólmsvelli á Leiru. Þetta er í fjórða sinn sem GKG vinnur sveitakeppnina en Íslandsmeistaratitilinn kom einnig í hús 2004, 2007 og 2009.
Golfklúbbur Reykjavíkur var búinn að vinna sveitakeppnina undanfarin tvö ár en endaði nú í þriðja sætinu eftir að unnið Keili í leiknum um þriðja sætið.
Kjölur varð í fimmta sæti, heimamenn í Golfklúbbi Suðurnesja urðu sjöttu, Leynismenn enduðu í sjöundan sæti og Golfklúbbur Vestmannaeyja rak lestina.
Sveit Íslandsmeistara GKG skipa eftirtaldir: Alfreð Brynjar Kristinsson, Ari Magnússon, Birgir Leifur Hafþórsson, Guðjón H Hilmarsson, Kjartan Dór Kjartansson, Ottó Sigurðsson, Ragnar Már Garðarsson og Sigmundur Einar Másson en liðstjóri var Gunnar Páll Þórisson.
GKG Íslandsmeistarar í sveitakeppni GSÍ
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti


„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn


Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við
Enski boltinn


Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti
