Axel í 8. sæti og jafnaði met Ólafs: Ekki hægt annað en að vera sáttur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2012 19:22 Axel Bóasson var sáttur í mótslok. Mynd/Golfsamband Íslands Axel Bóasson, 22 ára kylfingur úr Keili, varð í 8. til 12. sæti á Evrópumóti áhugamanna í golfi sem lauk á Írlandi í dag. Evrópumótið er eitt sterkasta áhugamannamót sem fram fer á hverju ári og þetta er frábær árangur hjá stráknum. Axel lék hringina fjóra á 283 höggum eða fimm höggum undir pari en hann endaði sex höggum á eftir sigurvegaranum sem var Rhys Pugh frá Wales. Axel var einn af fimm kylfingum sem lék á fimm höggum undir pari en hann lék best af þessum kylfingum á lokadeginum eða á tveimur höggum undir pari. Aðstæður voru býsna erfiðar i dag, um sjö metra vindur á sekúndu og reyndist það flestum keppendum erfitt. Meðalskorið var mun hærra i dag sem gerir árangur Axels enn glæsilegri. Axel jafnaði með þessu besta árangur Íslendings i mótinu, en Ólafur Mar Sigurðsson hafnaði einnig i 8. sæti árið 2002. „Ég er bara mjög sáttur með þetta enda ekki annað hægt. Ég lagði upp með það að reyna að komast í gegnum niðurskurðinn, vinna í mínum hlutum og spila rólegt golf. Andlegi þátturinn var líka sterkur í þessu," sagði Axel í viðtali við Ásgeir Erlendsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Árangurinn í dag og mótið í heildina var framar öllum væntingum. Ég ætlaði bara að vera rólegur og njóta þess að spila," sagði Axel. „Lykilatriði númer eitt, tvo og þrjú var að vera slakur og treysta því sem ég var að gera. Sjálfstraustið hjá mér var síðan orðið gríðarlegt á flötunum," sagði Axel. „Ég var smá smeykur um að ég myndi bara sætta mig við það að vera kominn í gegnum niðurskurðinn í staðinn fyrir að halda áfram. Ég var því sáttur með að ná að halda áfram," sagði Axel. Golf Mest lesið Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Axel Bóasson, 22 ára kylfingur úr Keili, varð í 8. til 12. sæti á Evrópumóti áhugamanna í golfi sem lauk á Írlandi í dag. Evrópumótið er eitt sterkasta áhugamannamót sem fram fer á hverju ári og þetta er frábær árangur hjá stráknum. Axel lék hringina fjóra á 283 höggum eða fimm höggum undir pari en hann endaði sex höggum á eftir sigurvegaranum sem var Rhys Pugh frá Wales. Axel var einn af fimm kylfingum sem lék á fimm höggum undir pari en hann lék best af þessum kylfingum á lokadeginum eða á tveimur höggum undir pari. Aðstæður voru býsna erfiðar i dag, um sjö metra vindur á sekúndu og reyndist það flestum keppendum erfitt. Meðalskorið var mun hærra i dag sem gerir árangur Axels enn glæsilegri. Axel jafnaði með þessu besta árangur Íslendings i mótinu, en Ólafur Mar Sigurðsson hafnaði einnig i 8. sæti árið 2002. „Ég er bara mjög sáttur með þetta enda ekki annað hægt. Ég lagði upp með það að reyna að komast í gegnum niðurskurðinn, vinna í mínum hlutum og spila rólegt golf. Andlegi þátturinn var líka sterkur í þessu," sagði Axel í viðtali við Ásgeir Erlendsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Árangurinn í dag og mótið í heildina var framar öllum væntingum. Ég ætlaði bara að vera rólegur og njóta þess að spila," sagði Axel. „Lykilatriði númer eitt, tvo og þrjú var að vera slakur og treysta því sem ég var að gera. Sjálfstraustið hjá mér var síðan orðið gríðarlegt á flötunum," sagði Axel. „Ég var smá smeykur um að ég myndi bara sætta mig við það að vera kominn í gegnum niðurskurðinn í staðinn fyrir að halda áfram. Ég var því sáttur með að ná að halda áfram," sagði Axel.
Golf Mest lesið Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira