ÍBV er komið upp í 3. sæti í Pepsi-deild kvenna í fótbolta eftir 6-1 stórsigur á Aftureldingu á Hásteinsvelli í Eyjum í kvöld í lokaleik þrettándu umferðar. ÍBV fór upp fyrir Val og Breiðablik með þessum sigri og er nú aðeins einu stigi á eftir Íslandsmeisturum Stjörnunnar sem sitja í öðru sætinu.
Fimm leikmenn skoruðu mörk ÍBV í kvöld. Danka Podovac (víti) og Sigríður Lára Garðarsdóttir komu Eyjaliðinu í 2-0 í fyrri hálfleik og Shaneka Jodian Gordon bætti við þriðja markinu á 57. mínútu áður en Mosfellstelpur minnkuðu muninn.
Hlíf Hauksdóttir kom ÍBV í 4-1 á 82. mínútu og Kristín Erna Sigurlásdóttir bætti síðan við tveimur mörkum á lokakafla leiksins.
Upplýsingar um markaskorara eru fengnar af vefsíðunni úrslit.net.
Eyjakonur upp í þriðja sætið eftir stórsigur
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool
Enski boltinn


Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR
Íslenski boltinn

Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri
Enski boltinn

„Ég get ekki beðið“
Handbolti

„Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“
Íslenski boltinn



Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir

Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó

Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
