Loksins, loksins! Frábært vatn í Norðurá 10. ágúst 2012 12:57 Svona voru aðstæður til veiða 5. júní. Gott vatn og vel veiddist. Síðan þá hefur varla verið hægt að tala um að rignt hafi og áin því verið ofan í harðagrjóti lengst af sumars. Hér er kastað á Brotið. Mynd/Svavar Þær fréttir berast nú frá Norðurá að eftir margra vikna þrautagöngu hafa rigningar síðustu daga skilað ánni frábæru veiðivatni. Loksins, loksins myndi einhver segja en Veiðivísir telur sig geta fært rök fyrir því að vatnið í Norðurá hafi ekki verið meira síðan opnunardaginn 5. júní!! Þá byrjuðu menn veiði 30 rúmmetra á sekúntu (m3/s) en í lok þess fyrsta dags var rennslið fallið niður í 17 m3/s. Mikið hefur rignt á Holtavörðuheiði síðastliðna tvo sólarhringa. Norðurá nýtur góðs af því, en vatnshæð fór í tæplega 16 m3/s í gærdag.Í frétt SVFR segir að í gegnum teljarann í Glanna hafa gengið um 1.200 laxar fram til þessa, en nokkur aukning varð í göngum upp stigann þegar að rigna tók. Það er þó staðreynd að nokkur hluti göngunnar fer Glannafossinn sjálfan þannig að reikna má með að þessi tala sé all nokkru hærri. Ofan stigans hafa hins vegar aðeins veiðst um 160 laxar og því ljóst að Norðurá á nokkuð mikið inni hvað veiðina á dalnum áhrærir. Þar má í það minnsta finna vel rúmlega þúsund laxa, en veiðiálag fram til þessa er með minnsta móti og má kenna lélegum aðstæðum vikum saman um þá staðreynd. Það gæti því komið nokkuð góður veiðikippur í Norðurá nú þegar að vatn hefur tekið að hækka, en áin var komin niður í 2.5 m3/s fyrri hluta þessarar viku. Nú er útlitið hins vegar miklu mun betra og fróðlegt verður að vita hvort rigningin hækkar ekki tölurnar úr Norðurá mikið frá því sem verið hefur undanfarnar vikur. Annað er reyndar varla hægt þar sem síðustu vikur hafa skilað 30 löxum og 16 löxum, sem eru tölur sem vart eiga sér hliðstæðu í sögu þessarar einstöku veiðiperlu. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Ótrúlegar fréttir úr Breiðdalsá Veiði 11 ára veiðistelpa með veiðidellu á háu stigi Veiði Helgarviðtal: Neyddur í skemmtilega laxveiðiá Veiði Framkvæmdir við nýtt veiðihús í Norðurá hefjast í haust Veiði Laxá í Kjós og Bugða í sparifötin: Lax í mörgum hyljum Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Róleg veiði en stórir laxar í Vatnsdalnum Veiði Það er ennþá líf í Kleifarvatni Veiði 4 laxar á land opnunardaginn í Ytri Rangá Veiði Barátta við stórfisk í Brunná Veiði
Þær fréttir berast nú frá Norðurá að eftir margra vikna þrautagöngu hafa rigningar síðustu daga skilað ánni frábæru veiðivatni. Loksins, loksins myndi einhver segja en Veiðivísir telur sig geta fært rök fyrir því að vatnið í Norðurá hafi ekki verið meira síðan opnunardaginn 5. júní!! Þá byrjuðu menn veiði 30 rúmmetra á sekúntu (m3/s) en í lok þess fyrsta dags var rennslið fallið niður í 17 m3/s. Mikið hefur rignt á Holtavörðuheiði síðastliðna tvo sólarhringa. Norðurá nýtur góðs af því, en vatnshæð fór í tæplega 16 m3/s í gærdag.Í frétt SVFR segir að í gegnum teljarann í Glanna hafa gengið um 1.200 laxar fram til þessa, en nokkur aukning varð í göngum upp stigann þegar að rigna tók. Það er þó staðreynd að nokkur hluti göngunnar fer Glannafossinn sjálfan þannig að reikna má með að þessi tala sé all nokkru hærri. Ofan stigans hafa hins vegar aðeins veiðst um 160 laxar og því ljóst að Norðurá á nokkuð mikið inni hvað veiðina á dalnum áhrærir. Þar má í það minnsta finna vel rúmlega þúsund laxa, en veiðiálag fram til þessa er með minnsta móti og má kenna lélegum aðstæðum vikum saman um þá staðreynd. Það gæti því komið nokkuð góður veiðikippur í Norðurá nú þegar að vatn hefur tekið að hækka, en áin var komin niður í 2.5 m3/s fyrri hluta þessarar viku. Nú er útlitið hins vegar miklu mun betra og fróðlegt verður að vita hvort rigningin hækkar ekki tölurnar úr Norðurá mikið frá því sem verið hefur undanfarnar vikur. Annað er reyndar varla hægt þar sem síðustu vikur hafa skilað 30 löxum og 16 löxum, sem eru tölur sem vart eiga sér hliðstæðu í sögu þessarar einstöku veiðiperlu. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Ótrúlegar fréttir úr Breiðdalsá Veiði 11 ára veiðistelpa með veiðidellu á háu stigi Veiði Helgarviðtal: Neyddur í skemmtilega laxveiðiá Veiði Framkvæmdir við nýtt veiðihús í Norðurá hefjast í haust Veiði Laxá í Kjós og Bugða í sparifötin: Lax í mörgum hyljum Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Róleg veiði en stórir laxar í Vatnsdalnum Veiði Það er ennþá líf í Kleifarvatni Veiði 4 laxar á land opnunardaginn í Ytri Rangá Veiði Barátta við stórfisk í Brunná Veiði