Kylfingurinn Axel Bóasson lék stórvel á Evrópumóti áhugamanna í morgun og fór þriðja hring mótsins á fjórum höggum undir pari vallarins.
Axel er því kominn í tuttugasta sæti og er samtals á þremur höggum undir pari. Axel er þó talsvert frá efstu mönnum en þrír kylfingar eru efstir og jafnir á níu höggum undir pari vallarins.
Kristján Þór Einarsson hefur ekki hafið leik í dag en hann er á sex höggum yfir pari eftir fyrstu tvo hringina. Til þess að komast í gegnum niðurskurðinn þarf í versta falli að leika á tveimur höggum yfir pari.
Axel lék mjög vel í dag
Ásgeir Erlendsson skrifar

Mest lesið



Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni
Körfubolti

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn


Mark snemma leiks gerði gæfumuninn
Fótbolti

TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum
Íslenski boltinn


„Þetta er hreinn og klár glæpur“
Körfubolti
