Manchester United á markað Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. ágúst 2012 07:01 Wayne Rooney, einn aðalmaðurinn í liði Manchester United. Viðskipti munu hefjast með hlutabréf í enska knattspyrnuliðinu Manchester United í Kauphöllinni í Bandaríkjunum í fyrsta sinn í dag. Með því að skrá félagið á markað í Bandaríkjunum vilja eigendur þess safna 300 milljónum dala í nýtt hlutafé, eða 36 milljörðum króna. Aðdáendur liðsins og sérfræðingar í markaðsviðskiptum hafa hins vegar miklar efasemdir um að þessi viðskipti verði til þess að bæta stöðu liðsins í ensku úrvalsdeildinni eða að fjárhagur þess muni batna, en félagið hefur barist við miklar skuldir frá því að hin bandaríska Glazer fjölskylda keypti liðið fyrir um sjö árum síðan. Fyrirfram töldu aðilar sem sjá um söluna á hlutabréfunum sig geta fengið 16-20 dali á hlut sem myndi þýða að félagið væri tæplega þriggja milljarða dala virði, eða 360 milljarða króna. Í gærkvöld var hins vegar tilkynnt að hluturinn yrði líklegast ekki seldur á meira en fjórtán dali. Manchester United er eitt allra þekktasta knattspyrnulið í heimi og nýtur meðal annars mikilla vinsælda í Asíu. Þekktustu leikmenn þess eru Wayne Rooney og Rio Ferdinand. Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Viðskipti munu hefjast með hlutabréf í enska knattspyrnuliðinu Manchester United í Kauphöllinni í Bandaríkjunum í fyrsta sinn í dag. Með því að skrá félagið á markað í Bandaríkjunum vilja eigendur þess safna 300 milljónum dala í nýtt hlutafé, eða 36 milljörðum króna. Aðdáendur liðsins og sérfræðingar í markaðsviðskiptum hafa hins vegar miklar efasemdir um að þessi viðskipti verði til þess að bæta stöðu liðsins í ensku úrvalsdeildinni eða að fjárhagur þess muni batna, en félagið hefur barist við miklar skuldir frá því að hin bandaríska Glazer fjölskylda keypti liðið fyrir um sjö árum síðan. Fyrirfram töldu aðilar sem sjá um söluna á hlutabréfunum sig geta fengið 16-20 dali á hlut sem myndi þýða að félagið væri tæplega þriggja milljarða dala virði, eða 360 milljarða króna. Í gærkvöld var hins vegar tilkynnt að hluturinn yrði líklegast ekki seldur á meira en fjórtán dali. Manchester United er eitt allra þekktasta knattspyrnulið í heimi og nýtur meðal annars mikilla vinsælda í Asíu. Þekktustu leikmenn þess eru Wayne Rooney og Rio Ferdinand.
Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira