Velgengni Amazon nær nýjum hæðum 29. ágúst 2012 11:31 Þriðja kynslóð Kindle lesbrettisins. Fjórða kynslóðin er væntanleg seinna á þessu ári. mynd/AFP Vefverslunarrisinn Amazon tilkynnti fyrr í vikunni að rafbækur sem einskorðaðar eru við Kindle-lesbrettið hafa verið keyptar, halað niður og lánað rúmlega hundrað milljón sinnum. Rétt rúmlega 180 þúsund rafbækur eru á bókaskrá Amazon. Fyrsta Kindle-lesbrettið fór á markað í nóvember árið 2007. Notendur virðast hafa tekið tækninni með opnum örmum og hafa vinsældir litlu tölvunnar aukist jafnt og þétt síðustu misseri. En þessi gríðarlega aukning sem orðið hefur á niðurhali á rafbókum Amazon má rekja til Prime viðskiptaþjónustunnar sem fyrirtækið kynnti fyrir nokkrum árum. Með þjónustunni geta viðskiptavinir Amazon fengið bækur að láni, gjaldlaus og án skiladags.Jeff Bezos, forstjóri Amazon.mynd/AFPVinsælustu Kindle rafbækurnar eru A Modern Witch eftir Debora Geary, Fifty Shades of Grey eftir E. L. James og bókaröðin vinsæla um Harry Potter. Hungurleikarnir eftir Sauzanne Collins er síðan vinsælasta bókaröð í sögu vefverslunarinnar. Á síðustu árum hefur Amazon gengið í gegnum endurskipulagningu á nær öllum starfsháttum sínum. Innleiðing Kindle lesbrettisins og Kindle Fire spjaldtölvunnar hefur kallað aukna fjárfestingar, til dæmis í gagnaverum sem fyrirtækið rekur nú víða um heim. Apple er helsti samkeppnisaðili Amazon. Miðað við uppgjör Apple fyrir síðasta ársfjórðung hefur fyrirtækið nú um 70 prósent markaðshlutdeild á spjaldtölvumarkaðinum. Hlutdeild nýliðans, Amazon, stendur í 4.2 prósentum. Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Vefverslunarrisinn Amazon tilkynnti fyrr í vikunni að rafbækur sem einskorðaðar eru við Kindle-lesbrettið hafa verið keyptar, halað niður og lánað rúmlega hundrað milljón sinnum. Rétt rúmlega 180 þúsund rafbækur eru á bókaskrá Amazon. Fyrsta Kindle-lesbrettið fór á markað í nóvember árið 2007. Notendur virðast hafa tekið tækninni með opnum örmum og hafa vinsældir litlu tölvunnar aukist jafnt og þétt síðustu misseri. En þessi gríðarlega aukning sem orðið hefur á niðurhali á rafbókum Amazon má rekja til Prime viðskiptaþjónustunnar sem fyrirtækið kynnti fyrir nokkrum árum. Með þjónustunni geta viðskiptavinir Amazon fengið bækur að láni, gjaldlaus og án skiladags.Jeff Bezos, forstjóri Amazon.mynd/AFPVinsælustu Kindle rafbækurnar eru A Modern Witch eftir Debora Geary, Fifty Shades of Grey eftir E. L. James og bókaröðin vinsæla um Harry Potter. Hungurleikarnir eftir Sauzanne Collins er síðan vinsælasta bókaröð í sögu vefverslunarinnar. Á síðustu árum hefur Amazon gengið í gegnum endurskipulagningu á nær öllum starfsháttum sínum. Innleiðing Kindle lesbrettisins og Kindle Fire spjaldtölvunnar hefur kallað aukna fjárfestingar, til dæmis í gagnaverum sem fyrirtækið rekur nú víða um heim. Apple er helsti samkeppnisaðili Amazon. Miðað við uppgjör Apple fyrir síðasta ársfjórðung hefur fyrirtækið nú um 70 prósent markaðshlutdeild á spjaldtölvumarkaðinum. Hlutdeild nýliðans, Amazon, stendur í 4.2 prósentum.
Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira