75 ára þýskur frjálsíþróttadómari lést á sjúkrahúsi í nótt eftir að hafa fengið í sig spjót á frjálsíþróttamóti í gær. Þetta kemur fram á vefsíðu þýska blaðsins Bild. Dómarinn hét Dieter S. og var að vinna við mót í Düsseldorf.
„Dómarinn fór af stað áður en spjótið lenti. Hann hélt að hann vissi hvar spjótið myndi lenda," sagði Jochen Grundman, einn af dómurum mótsins við Bild.
Dómarinn var fluttur á sjúkrahúsið í Düsseldorf en hann missti mikið blóð og læknum tókst ekki að bjarga honum.
Það var 17 ára spjótkastari sem var svo óheppinn að kasta spjótinu sem hafnaði í Dieter S. og hann fékk ásamt sjö áhorfendum áfallahjálp eftir slysið. Mótinu var aflýst um leið.
Frjálsíþróttadómari fékk spjót í hálsinn og dó
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið
Enski boltinn


Víkingar skipta um gír
Íslenski boltinn

Gera grín að Jürgen Klopp
Fótbolti



„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti


