Garcia gaf eftir og Watney fagnað sigri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. ágúst 2012 09:45 Watney var í góðum gír í Farmingdale um helgina. Nordicphotos/Getty Bandaríski kylfingurinn Nick Watney landaði sigri á Barclays-mótinu í New York fylki um helgina. Watney lyfti sér upp í efsta sæti stigalista FedEx-bikarsins og á möguleika á 10 milljóna dollara verðlaunafé á lokamótinu í næsta mánuði. Watney háði harða baráttu við Spánverjann Sergio Garcia á mótinu. Kapparnir voru jafnir að loknum tveimur fyrstu hringjunum en Garcia hafði tveggja högga forskot fyrir lokahringinn í Farmingdale. Garcia fór illa að ráði sínu á lokahringnum. Spánverjinn spilaði á fjórum höggum yfir pari og hafnaði í þriðja sæti ásamt Dustin Johnson. Watney setti hins vegar niður þriggja metra pútt á lokaholunni, nældi í fugl og skilaði sér í hús á tveimur höggum undir pari samanlagt. Næstur kom Brandt Snedeker á einu höggi yfir pari. Talið er að möguleiki Watney á sæti í Ryder-liði Bandaríkjanna hafi aukist til muna með sigrinum. Fyrirliðinn David Love tilkynnir í næstu viku hvaða fjórir kylfingar hljóta náð hans um síðustu lausu sætin í liðinu. Golf Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Nick Watney landaði sigri á Barclays-mótinu í New York fylki um helgina. Watney lyfti sér upp í efsta sæti stigalista FedEx-bikarsins og á möguleika á 10 milljóna dollara verðlaunafé á lokamótinu í næsta mánuði. Watney háði harða baráttu við Spánverjann Sergio Garcia á mótinu. Kapparnir voru jafnir að loknum tveimur fyrstu hringjunum en Garcia hafði tveggja högga forskot fyrir lokahringinn í Farmingdale. Garcia fór illa að ráði sínu á lokahringnum. Spánverjinn spilaði á fjórum höggum yfir pari og hafnaði í þriðja sæti ásamt Dustin Johnson. Watney setti hins vegar niður þriggja metra pútt á lokaholunni, nældi í fugl og skilaði sér í hús á tveimur höggum undir pari samanlagt. Næstur kom Brandt Snedeker á einu höggi yfir pari. Talið er að möguleiki Watney á sæti í Ryder-liði Bandaríkjanna hafi aukist til muna með sigrinum. Fyrirliðinn David Love tilkynnir í næstu viku hvaða fjórir kylfingar hljóta náð hans um síðustu lausu sætin í liðinu.
Golf Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira