ÍR sigraði þrefalt í 47. bikarkeppni FRÍ, sem fram fór á Þórsvelli á Akureyri um helgina. ÍR hlaut samtals 184 stig, 97 stig í karlaflokki og 87 stig í kvennaflokki.
Þetta er í fyrsta sinn í um tvo áratugi sem ÍR vinnur þrefaldan sigur í Bikarkeppninni. Í öðru sæti í hinni sameiginlegri keppni var FH með 159 stig og lið Norðlendinga varð í þriðja sæti með 147,5 stig. HSK varð í fjórða sæti með 124,5 stig eftir jafna baráttu við Breiðablik sem hlaut 121 stig.
Í kvennaflokki voru stigaúrslit þessi:
1. ÍR 87 stig
2. Norðurland 77,5
3. FH 76
4. HSK 64,5
5. Breiðablik 55
Í karlaflokki voru úrslit þessi:
1. ÍR 97 stig
2. FH 83
3. Norðurl. 70
4. Breiðabl. 66
5. HSK 60
Sameiginleg stig
1. ÍR 184 stig
2. FH 159
3. Norðurl. 147,5
4. HSK 124,5
ÍR vann bikarkeppni FRÍ

Mest lesið


Afturelding mætir Val í undanúrslitum
Handbolti


„Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“
Körfubolti



Íslendingalið Birmingham upp í B-deild
Enski boltinn



Sjáðu þrennu Karólínu Leu
Fótbolti