Víkingar úr Ólafsvík voru aðeins þremur mínútum frá því að komast í toppsæti 1. deildar karla í kvöld þegar þeir heimsóttu Leiknismenn í Efra-Breiðholtið. Leiknismenn jöfnuðu í lokin og tryggðu sér 1-1 jafntefli og mikilvægt stig í fallbaráttunni. Þróttarar eru enn með í baráttunni um sæti í Pepsi-deild karla næsta sumar eftir 1-0 sigur á botnliði ÍR.
Arnar Sveinn Geirsson kom Víkingum yfir strax á 11. mínútu með sínu fyrsta marki síðan í júní og þannig var staðan þar til að Kristján Páll Jónsson jafnaði metin fyrir Leikni á 87. mínútu. Víkingur er í 2. sæti með jafnmörg stig og topplið Þórs en með lakari markatölu auk þess að Þórsarar hafa leikið tveimur leikjum færra.
Arnþór Ari Atlason tryggði Þrótturum 1-0 sigur á ÍR en þetta var fimmti sigur liðsins í síðustu sex deildarleikjum. Þróttur er í 4. sætinu fimm stigum á eftir efstu tveimur liðunum.
Úrslit og markaskorarar í 1. deild karla í kvöld:
Leiknir R. - Víkingur Ó. 1-1
0-1 Arnar Sveinn Geirsson (11.), 1-1 Kristján Páll Jónsson (87.)
Þróttur R. - ÍR 1-0
1-0 Arnþór Ari Atlason (11.)
Upplýsingar um markaskorara fengnar af netsíðunni úrslit.net.
Leiknismenn jöfnuðu í lokin og Víkingar komust ekki á toppinn
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð
Íslenski boltinn







„Við máttum ekki gefast upp“
Körfubolti


„Við elskum að spila hérna“
Fótbolti
Fleiri fréttir

Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
