Handbolti

Fylkir fékk keppnisleyfi í 1. deild karla

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heimir Örn Árnason var lykilmaður í liði Fylkis árið 2007.
Heimir Örn Árnason var lykilmaður í liði Fylkis árið 2007. Mynd/Heiða
Fylkir mun eiga lið í meistaraflokki karla í handbolta á nýjan leik en félaginu barst í dag jákvætt svar við beiðni um keppnisleyfi í 1. deild karla.

Þetta var staðfest á heimasíðu HSÍ og er tekið fram að því sé fagnað að Fylkir sendir lið til þátttöku á ný eftir nokkurra ára fjarveru.

Fylkir átti síðast karlalið í handboltanum árið 2007 er liðið hafnaði í sjöunda sæti úrvalsdeildar karla og féll í 1. deildina.

Fram kemur á heimasíðu Fylkis að lið félagsins verði byggt upp á leikmönnum sem búa yfir reynslu úr bæði úrvalsdeild og 1. deild karla, sem og ungum leikmönnum úr herbúðum félagsins.

Alls verða því átta lið í 1. deild karla en auk Fylkis verða Þróttur, Víkingur, ÍBV, Stjarnan, Grótta, Selfoss og Fjölnir í deildinni í vetur.

Fylkir verður einnig með lið í N1-deild kvenna í vetur eftir eins árs fjarveru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×