Handbolti

Kim Andersson ætlar að spila með KIF í vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kim Andersson vann Meistaradeildina með Kiel í vor.
Kim Andersson vann Meistaradeildina með Kiel í vor. Mynd/Nordic Photos/Getty
Sænska stórskyttan Kim Andersson er búinn að ákveða að spila með KIF Kaupamannahöfn í dönsku úrvalsdeildinni í vetur en Andersson var áður búinn að semja við AG Kaupmannahöfn sem fór á hausinn á dögunum.

Hið "nýja" lið KIF Kaupmannahafnar er skipað leikmönnum KIF Kolding auk reynsluboltanna Kasper Hvidt, Joachim Boldsen og Lars Jørgensen sem léku áður með AGK. Þeir redduðu fimmtán milljónum í verkefnið. Liðið mun skiptast á að spila í Brøndbyhallen og Tre-For Arena í Kolding.

Kim Andersson hefur leikið undanfarin ár með Kiel í Þýskalandi en var búinn að ákveða að flytja til Danmerkur og skrifa undir samning við AGK. Hann vann þýska meistaratitilinn í sjötta sinn síðasta vor og varð ennfremur þýskur bikarmeistari í fimmta sinn.

„Ég er búinn að velta þessu fyrir mér fram og til baka með fjölskyldunni og hef ákveðið að ef allt gengur upp hvað varðar samningamálin þá mun ég spila með KIF København á næstu leiktíð," sagði Kim Andersson við sporten.tv2.dk.

„Þetta er það besta fyrir fjölskylduna. Ég hef ekki spilað áður í dönsku deildinni og vill endilega prófa það. Ég ætla síðan að reyna vera til skiptis í Svíþjóð og Danmörku og sjá til hvernig þetta kemur út," sagði Andersson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×