Massimo Moratti, forseti Inter, er afar spenntur fyrir því að fá Antonio Cassano til félagsins en hann er við það færa sig um set í Mílanóborg í skiptum fyrir Giampaolo Pazzini sem fer til AC Milan.
"Cassano er leikmaður sem getur gert gæfumuninn og það munar um slíka leikmenn," sagði Moratti.
"Ég reyni að gera hluti sem hjálpa félaginu. Við trúum að Cassano sé leikmaður sem geti hjálpað okkur mikið. Þetta er áhugaverður samningur og verður gaman að fylgjast með honum í okkar liði. Hann er skemmtilegur."
Cassano fór í læknisskoðun hjá Inter í gær og væntanlega verður skrifað undir samninga síðar í dag.
Forseti Inter: Cassano getur gert gæfumuninn

Mest lesið



Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út
Enski boltinn

Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni
Íslenski boltinn


55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri
Íslenski boltinn




Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth
Enski boltinn