Körfubolti

Jón Arnór býst við hörkuleik gegn Ísrael í kvöld

Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í íslenska körfuknattleikslandsliðinu mæta Ísrael í undankeppni Evrópumótsins í Laugardalshöll í kvöld. Ísland náði frábærum úrslitum gegn Slóvakíu á útivelli s.l. laugardag með 81-75 sigri. Þar fór Jón Arnór á kostum og skoraði hann 28 stig. Landsliðsmaðurinn vonast eftir góðum stuðningi frá íslenskum áhorfendum í kvöld en leikurinn hefst kl. 19.15.

„Við erum að fara að spila gegn hörkuliði í kvöld. Þeir eru með leikmenn úr bestu félagsliðum Evrópu og NBA leikmanninn Omri Casspi frá Cleveland. Hann er hávaxinn og getur skotið, þetta verður hörkuverkefni," sagði Jón Arnór m.a. í viðtalinu sem má sjá í heild sinni með því að smella á hnappinn hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×