Handbolti

Kiel í úrslitaleikinn | Aron fékk þursabit

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Kiel tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik heimsmeistarakeppni félagsliða með sigri á Al Zamalek frá Egyptalandi í undanúrslitum, 34-24.

Kiel mætir spænska liðinu Atletico Madrid í úrslitum á morgun. Atletico lagði Al-Sadd í sinni undanúrslitaviðureign, 33-32, eftir að hafa verið marki undir í hálfleik.

Al-Sadd er að mestu skipað leikmönnum franska liðsins Montpellier en alls gerðu átta leikmenn franska liðsins lánssamning við félagið sem gildir til loka keppninnar.

Sigur Kiel í dag var öruggur en staðan í hálfleik var 16-12, Þjóðverjunum í vil. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði þrjú mörk í leiknum en Alfreð Gíslason er þjálfari þess.

Á heimasíðu Kiel segir að Aron Pálmarsson hafi ekki spilað með í leiknum þar sem hann hafi fengið þursabit. Líklegt er að hann missi af úrslitaleiknum á morgun af þeim sökum.

Hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni útseningu hér en hann hefst klukkan 14.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×