Fótbolti

Cristiano Ronaldo: Við vorum að vinna mikilvægan titil

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo með Ofurbikarinn
Cristiano Ronaldo með Ofurbikarinn Mynd/Nordic Photos/Getty
Það tók Real Madrid fjóra leiki að vinna fyrsta leikinn sinn á þessu tímabili en sá sigur nægði liðinu samt til að vinna fyrsta titilinn á Spáni á þessu tímabili. Real Madrid vann 2-1 sigur á Barcaelona í gær í seinni leik liðanna um spænska ofurbikarinn og hafði betur á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.

Cristiano Ronaldo skoraði seinna mark Real Madrid og fiskaði auk þess Adriano útaf með rautt spjald eftir aðeins 28 mínútna leik. Hann var ánægður í viðtali á heimasíðu Real Madrid.

„Við byrjuðum leikinn vel og skoruðu tvö mörk snemma sem gaf okkur mikla trú. Við spiluðum vel í þessum leik og sköpuðum okkur mörg færi. Við hægðum á tempóinu í seinni hálfleik af því að við vorum þreyttir en við áttum sigurinn skilinn," sagði

Cristiano Ronaldo.

„Við vorum að vinna mikilvægan titil. Þessi titill gefur okkur sjálfstraust og við verðum að fagna honum vel. Við megum samt ekki misstíga okkur meira í deildinni því Barcelona er með mjög sterkt lið," sagði Ronaldo.

Cristiano Ronaldo skoraði í báðum leikjunum á móti Barcelona en tókst ekki að skora í tveimur fyrstu leikjunum í spænsku deildinni þar sem Real Madrid náði aðeins í eitt stig samanlagt.

Barcelona er því strax komið með fimm stiga forskot á Real Madrid í spænsku deildinni auk þess að Lionel Messi hefur skoraði fjögur mörk í fyrstu tveimur umferðunum og hefur því gott forskot í baráttunni um gullskóinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×