Ítalskir fjölmiðlar greina frá því í dag að markvörðurinn Gianluigi Buffon muni í næstu viku skrifa undir nýjan langtímasamning við Juventus.
Samkvæmt fréttinni mun nýi samningurinn gilda til 2016 en þá verður Buffon orðinn 38 ára gamall. Núverandi samningur hans gildir til loka núverandi leiktíðar.
Hann gekk í raðir Juventus árið 2001 og hefur í gegnum tíðina af ot til verið orðaður við stærstu lið Evrópu. Hann hefur þó haldið tryggð við ítölsku meistarna og virðist ætla að gera það áfram.
Buffon hóf ferilinn með Parma og lék sinn fyrsta leik með liðinu árið 1995. Hann á 121 landsleik að baki með ítalska landsliðinu og vantar fimmtán leiki í viðbót til að jafna landsleikjamet Fabio Cannovaro.
Buffon verður áfram hjá Juventus
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við
Enski boltinn

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti

Þórir ráðinn til HSÍ
Handbolti


Tímabilinu líklega lokið hjá Orra
Fótbolti



Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum
Enski boltinn
