Körfubolti

Hlynur: Gjörspillt apparat

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Valli
„Þetta er nú með því mest svekkjandi sem ég hef lent í," sagði Hlynur Bæringsson eftir tap Íslands fyrir Svartfjallalandi í dag.

„Þetta er alveg hrikalegt. Við hittum alveg svakalega í fyrri hálfleik og þeir byrja seinni hálfleikinn á að hitta mjög vel. Þá komast þeir á mikla ferð og þá fór aðeins um okkur."

„En við misstum sterka menn út af vegna meiðsla og villuvandræða og ég er alveg handviss um að við hefðum verið í mun betra standi til að vinna leikinn ef það hefði ekki gerst," sagði hann en Pavel Ermolinskij meiddist og þeir Haukur Helgi Pálsson og Jón Arnór Stefánsson fengu báðir fimm villur.

„Svo var þessi Kani hjá þeim svakalega góður í seinni hálfleik. Það er ótrúlegt að vera að tala um Kana í landsleikjum. Þetta er gjörspillt apparat hjá þeim. Númer fimmtán hjá þeim, Dasic, var líka mjög öflugur."

Umfjöllun og viðtöl má lesa hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×