Handbolti

Ege leggur skóna á hilluna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / AFP
Norski markvörðurinn Steinar Ege hefur tilkynnt að hann sé hættur í handbolta. Hann er 40 ára gamall og hafði stefnt að því að spila með AG í Danmörku í vetur.

Í mars varð hann fyrir því óláni að slíta hásin en hann hefur náð undraverðum bata og stefndi að því að taka þátt í undirbúningstímabili AG af fullum krafti.

En félagið fór á hausinn í sumar og því hefur Ege tekið þá ákvörðun að láta þetta gott heita. „Ég tók ákvörðunina í síðasta mánuði. Það er ekkert sorglegt við þetta, ég er ekki bitur yfir því að ég muni ekki spila meira. Ég átti frábæran feril og fékk að upplifa margt."

„Það eina sem vantaði var að vinna til verðlauna með landsliðinu. En annars hefur ferðalagið verið frábært og ég fékk að upplifa drauminn."

Ege tilkynnti í desember í fyrra að hann væri hættur með norska landsliðinu en hann hefur verið einn allra besti markvörður heims síðasta áratuginn eða svo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×