Skáldatími í Melaskóla 6. september 2012 17:00 fréttablaðið/gva Rithöfundurinn Gerður Kristný ætlar að veita 5. bekkingum í Melaskóla tilsögn í að skrifa sögur næstu tvo mánuðina. Hún heitir skemmtilegum tímum. "Ég hef verið fengin til að bjóða börnum upp á kennslu í ritlist og kalla námskeiðið skáldatíma, enda fá þau þarna tíma til að vera skáld," segir Gerður Kristný rithöfundur glaðlega og útskýrir tildrög þess nánar. "Í vor hafði bókasafnsfræðingurinn í Melaskóla, Særún Albertsdóttir, samband við mig og bað mig um að koma í 5. bekkina og kenna börnunum ritlist á haustönn. Fyrirmyndin er dönsk. Þar í landi kom rithöfundur í skóla og var með krökkunum í þrjá mánuði, las fyrir þá sögur, ræddi þær við þá og loks tóku krakkarnir til við að skrifa sjálfir sögur. Mér fannst þetta hljóma afar vel," segir Gerður og bætir við: "Mér buðust ýmis verkefni nú í haust og fannst þetta lang-áhugaverðast og ákvað því að slá til. Við sóttum um styrk til Reykjavíkur, bókmenntaborgar UNESCO, fengum jákvætt svar en Melaskóli leggur líka til fé á móti framlagi bókmenntaborgarinnar. Mér finnst frábært að Særúnu skuli hafa tekist að ná þessu í gegn. Á niðurskurðartímum sem þessum dettur fáum í hug að hafa frumkvæði að nýjungum sem þessum í kennslu." Gerður Kristný ætlar að byrja kennsluna um miðjan þennan mánuð. Tíu ára bekkirnir í Melaskóla eru þrír og hún býst við að fara í hvern þeirra tvisvar í viku. "Ég ætla að velja góðar sögur, jafnvel þjóðsögur og ævintýri, til að lesa með börnunum og ræða síðan til dæmis hvernig maður byggir upp sögu og af hverju maður heldur með sumum persónum og ekki öðrum. Síðan hlakka ég mikið til að lesa sögurnar sem krakkarnir semja sjálfir." Helst vill hún líka æfa börnin í að flytja textann sinn en umfram allt eiga kennslustundirnar að vera skemmtilegar. "Nóg er nú samt lagt á börn," segir hún "Jahá," svarar Gerður Kristný ákveðin spurð hvort hún hefði þegið að fá tilsögn í skáldskap þegar hún var í barnaskóla. "Ég bjó í Háaleitishverfinu og sá stundum Sigurði A. Magnússyni bregða fyrir á leið sinni út í Víði. Annars sá ég ekki rithöfund fyrr en ég var komin í menntaskóla. Þá mætti Svava Jakobsdóttir í smásagnaáfanga sem ég valdi mér í MH. Maður lærir helst að skrifa með því að lesa góða höfunda og þessa tvo las ég." Gerður Kristný segir rithöfunda nú orðna sýnilega í grunnskólum eftir að verkefnið Skáld í skólum komst á en þar fara rithöfundar í skóla, segja frá sér og verkum sínum og lesa upp. Hún hefur sjálf tekið þátt í því verkefni og haft feikigaman af. Gerður hefur líka áður kennt ritlist því bókasafnið í Gerðubergi fékk hana til að kenna á ritlistarnámskeiði í fyrrasumar. Þar beindi hún börnunum ekki aðeins að góðum barnabókmenntum, heldur líka til dæmis ljóðum fyrir fullorðna. "Ég las dularfulla ljóðið Sýn að hausti eftir Gyrði Elíasson fyrir krakkana. Þar birtist hvorki meira né minna en vængjaður skóladrengur. Ein yngsta stúlkan á námskeiðinu hreifst svo af því að ég varð að endurtaka lesturinn í næsta tíma. Það er ekkert hægt að veðja á hvað heillar börn mest." Margir rithöfundar sækja í bernsku sína hvort sem þeir skrifa fyrir börn eða fullorðna að mati Gerðar Kristnýjar. "Mig langar til að börnin í Melaskóla átti sig á töfrum þess að vera tíu ára og skrifi um þá."gun@frettabladid.is Menning Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Rithöfundurinn Gerður Kristný ætlar að veita 5. bekkingum í Melaskóla tilsögn í að skrifa sögur næstu tvo mánuðina. Hún heitir skemmtilegum tímum. "Ég hef verið fengin til að bjóða börnum upp á kennslu í ritlist og kalla námskeiðið skáldatíma, enda fá þau þarna tíma til að vera skáld," segir Gerður Kristný rithöfundur glaðlega og útskýrir tildrög þess nánar. "Í vor hafði bókasafnsfræðingurinn í Melaskóla, Særún Albertsdóttir, samband við mig og bað mig um að koma í 5. bekkina og kenna börnunum ritlist á haustönn. Fyrirmyndin er dönsk. Þar í landi kom rithöfundur í skóla og var með krökkunum í þrjá mánuði, las fyrir þá sögur, ræddi þær við þá og loks tóku krakkarnir til við að skrifa sjálfir sögur. Mér fannst þetta hljóma afar vel," segir Gerður og bætir við: "Mér buðust ýmis verkefni nú í haust og fannst þetta lang-áhugaverðast og ákvað því að slá til. Við sóttum um styrk til Reykjavíkur, bókmenntaborgar UNESCO, fengum jákvætt svar en Melaskóli leggur líka til fé á móti framlagi bókmenntaborgarinnar. Mér finnst frábært að Særúnu skuli hafa tekist að ná þessu í gegn. Á niðurskurðartímum sem þessum dettur fáum í hug að hafa frumkvæði að nýjungum sem þessum í kennslu." Gerður Kristný ætlar að byrja kennsluna um miðjan þennan mánuð. Tíu ára bekkirnir í Melaskóla eru þrír og hún býst við að fara í hvern þeirra tvisvar í viku. "Ég ætla að velja góðar sögur, jafnvel þjóðsögur og ævintýri, til að lesa með börnunum og ræða síðan til dæmis hvernig maður byggir upp sögu og af hverju maður heldur með sumum persónum og ekki öðrum. Síðan hlakka ég mikið til að lesa sögurnar sem krakkarnir semja sjálfir." Helst vill hún líka æfa börnin í að flytja textann sinn en umfram allt eiga kennslustundirnar að vera skemmtilegar. "Nóg er nú samt lagt á börn," segir hún "Jahá," svarar Gerður Kristný ákveðin spurð hvort hún hefði þegið að fá tilsögn í skáldskap þegar hún var í barnaskóla. "Ég bjó í Háaleitishverfinu og sá stundum Sigurði A. Magnússyni bregða fyrir á leið sinni út í Víði. Annars sá ég ekki rithöfund fyrr en ég var komin í menntaskóla. Þá mætti Svava Jakobsdóttir í smásagnaáfanga sem ég valdi mér í MH. Maður lærir helst að skrifa með því að lesa góða höfunda og þessa tvo las ég." Gerður Kristný segir rithöfunda nú orðna sýnilega í grunnskólum eftir að verkefnið Skáld í skólum komst á en þar fara rithöfundar í skóla, segja frá sér og verkum sínum og lesa upp. Hún hefur sjálf tekið þátt í því verkefni og haft feikigaman af. Gerður hefur líka áður kennt ritlist því bókasafnið í Gerðubergi fékk hana til að kenna á ritlistarnámskeiði í fyrrasumar. Þar beindi hún börnunum ekki aðeins að góðum barnabókmenntum, heldur líka til dæmis ljóðum fyrir fullorðna. "Ég las dularfulla ljóðið Sýn að hausti eftir Gyrði Elíasson fyrir krakkana. Þar birtist hvorki meira né minna en vængjaður skóladrengur. Ein yngsta stúlkan á námskeiðinu hreifst svo af því að ég varð að endurtaka lesturinn í næsta tíma. Það er ekkert hægt að veðja á hvað heillar börn mest." Margir rithöfundar sækja í bernsku sína hvort sem þeir skrifa fyrir börn eða fullorðna að mati Gerðar Kristnýjar. "Mig langar til að börnin í Melaskóla átti sig á töfrum þess að vera tíu ára og skrifi um þá."gun@frettabladid.is
Menning Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira